Viðskipti innlent

Ráðin sölu- og markaðs­stjóri hjá Al­freð

Atli Ísleifsson skrifar
Elsa Thorsteinsson.
Elsa Thorsteinsson.

Alfreð hefur ráðið Elsu Thorsteinsson sem nýjan markaðs- og sölustjóra fyrirtækisins.

Í tilkynningu segir að Elsa komi til liðs við Alfreð með víðtæka stjórnunarreynslu á sviði markaðsmála, sölu, stefnumótunar og vörustjórnunar, bæði innanlands og á alþjóðlegum mörkuðum.

„Elsa er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og er vottaður PRINCE2 verkefnastjóri. Hún hefur gegnt lykilstöðum hjá fyrirtækjum á borð við Lyfju, Reiknistofu bankanna (RB), Origo, Símanum og Vodafone. Elsa er nýflutt heim frá Hollandi þar sem hún vann fyrir Aurora Velgerðasjóð sem vinnur að fjölbreyttum þróunarverkefnum í Sierra Leone,“ segir í tilkynningunni. 

Alfreð er hugbúnaðar- og þjónustufyrirtæki sem hefur frá stofnun árið 2013 þróað snjallar lausnir sem leiða saman fólk og fyrirtæki og verið leiðandi í nýsköpun á sviði atvinnuauglýsinga og ráðningalausna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kópavogi, auk skrifstofu í Prag og starfsemi á Möltu, Grænlandi og í Færeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×