Enski boltinn

Á­huga­samur verði Amorim rekinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Xavi Hernandez hefur verið án starfs frá því að hann hætti hjá Barcelona vorið 2024.
Xavi Hernandez hefur verið án starfs frá því að hann hætti hjá Barcelona vorið 2024. Vísir/Getty

Xavi Hernández, fyrrum þjálfari Barcelona, er sagður áhugasamur um að taka við stjórnartaumunum hjá Manchester United fari svo að Portúgalinn Rúben Amorim verði látinn taka poka sinn.

United tapaði 3-1 fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina og fá batamerki sést á spilamennsku liðsins sem hefur átt erfitt ár. Rúben Amorim kveðst ekki ætla að hætta störfum að sjálfdáðum og hefur enn stuðning stjórnar liðsins, en hversu lengi það endist er önnur saga.

Fabrizio Romano greinir frá því að Xavi Hernández, sem síðast stýrði Barcelona og gerði liðið að spænskum meisturum árið 2023, hafi áhuga á starfinu losni það.

Stjórnarmenn hjá United hafi þá átt samtöl við Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, samkvæmt TalkSport. Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, og Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth, eru einnig á blaði.

United mætir nýliðum Sunderland næstu helgi. Sunderland hefur farið vel af stað í deildinni og situr í 5. sæti með ellefu stig eftir sex leiki, fjórum stigum frá toppliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×