Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 11:30 Birgitta fyrir miðju ásamt Ármanni Múla og Ragnari en um er að ræða starfsmannaferð HE Helgason ehf. Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. „Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
„Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira