Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Atli Ísleifsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 29. september 2025 13:11 Smári Jökull Jónsson fréttamaður ræddi við fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli sem áttu bókað flug með Play í morgun. Vísir Nokkur ringulreið skapaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að óvænt var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins Play hafi verið hætt. Smári Jökull Jónsson fréttamaður ræddi við fjölda farþega sem áttu bókað flug með Play á Keflavíkurvelli í morgun. Einhverjir sögðu stöðuna vera ömurlega og margir voru mættir að brottfararhliði þegar tíðindin bárust. Fréttu af gjaldþrotinu í beinni Portúgalskt par sem átti bókað flug með Play til Lissabon í Portúgal síðar í dag komst að gjaldþrotinu í beinni útsendingu þegar fréttamaður færði þeim fréttirnar. Þau segjast nú þurfa að skoða sín mál, hvernig þau eigi að komast aftur heim til Portúgal. Stóð á klósettinu þegar síminn byrjaði að titra Anton Ingi Rúnarsson átti bókað flug til Tenerife í morgun. Enn stóð „go-to-gate“ og 24 mínútur í brottför þegar hann fékk tíðindin. „Þetta var ömurlegt í fyrsta lagi, að eiga flug. Maður stóð þarna á klósettinu þegar síminn byrjaði að titra. Svaraði, og þá var Play bara hætt. Við kíktum á skjáinn, það var 10:40 flugið. Það var ennþá go-to-gate en allt hitt „cancellað“. En tíu mínútum síðar kemur „cancellað“ á allt hitt.“ „Þetta er algjör sturlun“ Brasilískt par á leiðinni heim í gegnum Lissabon var verulega ósátt við Play þegar það ræddi við fréttamann. Enginn væri á flugvellinum til að aðstoða farþega. Hin flugin séu verulega dýr og þetta setji fjárhagsplön þeirra algjörlega úr skorðum. Var á leið til Tene í vetrarsetu Maður sem fréttastofa ræddi við sagði að töskurnar hafi verið komnar á beltið, hann verið búinn að fara í öryggisleit og ganga frá öllu þegar fréttirnar bárust en hann átti bókað flug til Tenerife klukkan 10:40. „Við vorum sest og þá: „Því miður: Búið. Farið á hausinn.“ Hann var á leið til Tenerife í sjö mánuði til að eiga þar vetrarsetu. „Við erum kannski heppnari að því leyti að við erum að fara í langan tíma, ekki bara stutta ferð. Það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í kannski vikutúr með börnin og allir í klessu.“ Hann segir að allir hafi verið rosalega slegnir þegar fréttirnar bárust. Komin að brottfararhliði þegar hún sá tíðindin í símanum „Staðan er ömurleg. Við komumst ekki heim. Við eigum heima á Tenerife,“ segir kona sem átti bókað flug með Play til Tenerife í morgun. Hún segir að fjölskyldan hafi verið komin að brottfararhliðinu þegar tíðindin bárust að Play væri gjaldþrota. Hvaða upplysingar hafið þið fengið frá flugfélaginu? „Við fáum engar upplýsingar. Ég sá þetta bara í símanum. Þetta er bara ömurlegt.“ Hvernig var stemmningin á flugvellinum. Fólk hlýtur að hafa verið í smá sjokki? „Það voru bara allir mjög leiðir.“ Sakna þess að fá enga aðstoð frá Play Tvær stúlkur áttu bókað flug til Split í Króatíu síðar í dag og fengu fréttirnir af falli Play þegar þær voru komnar út á flugvöll. Þær voru nýkomnar út á völl þegar tölvupóstur barst um að fluginu hafi verið aflýst. Einu upplýsingarnar sem komu fram var að farþegar voru hvattir til að leita til annarra flugfélaga. Þær segjast sakna þess að fá enga aðstoð frá Play. Mjög ósáttir og svekktir Tveir ungir íslenskir karlmenn voru mjög spenntir að borða hamborgara á Keflavíkurflugvelli þegar tíðindin bárust að þeir væru ekki á leið utan með Play vegna gjaldþrots. Stressuð og ráða ráðum sínum á flugvellinum Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli voru á kafi í símanum að leita að nýju flugi til að komast til Barcelona. Play Gjaldþrot Play Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36 Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri. 29. september 2025 09:58 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Sjá meira
Smári Jökull Jónsson fréttamaður ræddi við fjölda farþega sem áttu bókað flug með Play á Keflavíkurvelli í morgun. Einhverjir sögðu stöðuna vera ömurlega og margir voru mættir að brottfararhliði þegar tíðindin bárust. Fréttu af gjaldþrotinu í beinni Portúgalskt par sem átti bókað flug með Play til Lissabon í Portúgal síðar í dag komst að gjaldþrotinu í beinni útsendingu þegar fréttamaður færði þeim fréttirnar. Þau segjast nú þurfa að skoða sín mál, hvernig þau eigi að komast aftur heim til Portúgal. Stóð á klósettinu þegar síminn byrjaði að titra Anton Ingi Rúnarsson átti bókað flug til Tenerife í morgun. Enn stóð „go-to-gate“ og 24 mínútur í brottför þegar hann fékk tíðindin. „Þetta var ömurlegt í fyrsta lagi, að eiga flug. Maður stóð þarna á klósettinu þegar síminn byrjaði að titra. Svaraði, og þá var Play bara hætt. Við kíktum á skjáinn, það var 10:40 flugið. Það var ennþá go-to-gate en allt hitt „cancellað“. En tíu mínútum síðar kemur „cancellað“ á allt hitt.“ „Þetta er algjör sturlun“ Brasilískt par á leiðinni heim í gegnum Lissabon var verulega ósátt við Play þegar það ræddi við fréttamann. Enginn væri á flugvellinum til að aðstoða farþega. Hin flugin séu verulega dýr og þetta setji fjárhagsplön þeirra algjörlega úr skorðum. Var á leið til Tene í vetrarsetu Maður sem fréttastofa ræddi við sagði að töskurnar hafi verið komnar á beltið, hann verið búinn að fara í öryggisleit og ganga frá öllu þegar fréttirnar bárust en hann átti bókað flug til Tenerife klukkan 10:40. „Við vorum sest og þá: „Því miður: Búið. Farið á hausinn.“ Hann var á leið til Tenerife í sjö mánuði til að eiga þar vetrarsetu. „Við erum kannski heppnari að því leyti að við erum að fara í langan tíma, ekki bara stutta ferð. Það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í kannski vikutúr með börnin og allir í klessu.“ Hann segir að allir hafi verið rosalega slegnir þegar fréttirnar bárust. Komin að brottfararhliði þegar hún sá tíðindin í símanum „Staðan er ömurleg. Við komumst ekki heim. Við eigum heima á Tenerife,“ segir kona sem átti bókað flug með Play til Tenerife í morgun. Hún segir að fjölskyldan hafi verið komin að brottfararhliðinu þegar tíðindin bárust að Play væri gjaldþrota. Hvaða upplysingar hafið þið fengið frá flugfélaginu? „Við fáum engar upplýsingar. Ég sá þetta bara í símanum. Þetta er bara ömurlegt.“ Hvernig var stemmningin á flugvellinum. Fólk hlýtur að hafa verið í smá sjokki? „Það voru bara allir mjög leiðir.“ Sakna þess að fá enga aðstoð frá Play Tvær stúlkur áttu bókað flug til Split í Króatíu síðar í dag og fengu fréttirnir af falli Play þegar þær voru komnar út á flugvöll. Þær voru nýkomnar út á völl þegar tölvupóstur barst um að fluginu hafi verið aflýst. Einu upplýsingarnar sem komu fram var að farþegar voru hvattir til að leita til annarra flugfélaga. Þær segjast sakna þess að fá enga aðstoð frá Play. Mjög ósáttir og svekktir Tveir ungir íslenskir karlmenn voru mjög spenntir að borða hamborgara á Keflavíkurflugvelli þegar tíðindin bárust að þeir væru ekki á leið utan með Play vegna gjaldþrots. Stressuð og ráða ráðum sínum á flugvellinum Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli voru á kafi í símanum að leita að nýju flugi til að komast til Barcelona.
Play Gjaldþrot Play Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36 Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri. 29. september 2025 09:58 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Sjá meira
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37
Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30
Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36
Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri. 29. september 2025 09:58