Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 30. september 2025 06:02 Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun