Erlent

Sendi­herra fannst látinn í mið­borg Parísar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Nathi Mthethwa, sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi.
Nathi Mthethwa, sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi. Getty

Sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi fannst látinn nálægt fjögurra stjörnu hóteli í París. Hans var leitað af lögreglu að beiðni eiginkonu hans.

Nathi Mthethwa var 58 ára gamall og hafði sinnt stöðu sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi frá lokum árs 2023. Eiginkona hans leitaði til lögreglu á mánudagskvöld eftir að hafa fengið skilaboð frá eiginmanni sínum sem gerðu hana áhyggjufulla samkvæmt BBC.

Mthethwa hafði bókað sér herbergi á Hyat Regency Hotel í París á 22. hæð. Eftir að hann fannst látinn nálægt hótelinu rannsakaði lögregla herbergið og sá að glugginn, sem að öllu jöfnu ætti að vera lokaður, hafði verið þvingaður upp.

Andlát hans er nú til rannsóknar hjá frönsku lögreglunni.

Mthethwa hafði lengi starfað fyrir suðurafrísk yfirvöld, til að mynda sem lögreglustjóri og lista- og menningarráðherra. Hann var hátt settur meðlimur Afríska þjóðarráðsins, flokksins sem kom á lýðræðisstjórn í Suður-Afríku árið 1994 undir forystu Nelson Mandela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×