Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 08:30 Linn Svahn er komin aftur af stað eftir mjög erfiða mánuði. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Sænska skíðagöngukonan Linn Svahn upplifði mikla martröð í hálft ár eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í aðdraganda heimsmeistaramótsins á skíðum í byrjun ársins. Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn. Skíðaíþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sjá meira
Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn.
Skíðaíþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sjá meira