„Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Árni Sæberg skrifar 1. október 2025 12:40 Arnar Þór og Unnur Lilja fá það verkefni að skipta búi Play. Arnar Þór Stefánsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir, sem skipuð voru skiptastjórar þrotabús Play í gær segja að skipti búsins séu á algjörum byrjunarreit. Tveimur kröfum hafi þegar verið lýst í búið en eftir eigi að auglýsa eftir kröfum. Kröfulýsingarfrestur verði að öllum líkindum fjórir mánuðir. Þau gera ráð fyrir því að skiptin verði yfir hausamótunum á þeim næstu misseri og benda á að skiptum á þrotabúi Wow air er ekki enn lokið, rúmum sex árum eftir gjaldþrot. Þau segja verkefni skiptastjóra markað í lögum, það feli í sér að halda utan og ná utan um eignir félagsins, taka skýrslur af forsvarsmönnum, afla upplýsinga um rekstur, aðgerðir og athafnir í fortíð, taka á móti kröfulýsingum og leysa úr þeim og að lokum, sem geti verið langt í, að greiða uppi í kröfur, ef eitthvað er til að borga. Getið þið skotið á hversu langan tíma þetta mun taka? „Ef þú horfir á þrotabú Wow, þá var það tekið til gjaldþrotaskipta vorið 2019 og þeim skiptum er ekki lokið núna sex og hálfu ári síðar. Nú veit ég ekki umfangið á Play en þetta mun taka sinn tíma.“ Kortleggja veðsetninguna Greint hefur verið frá því að unnið sé að því að færa átta þotur Play yfir til maltneska dótturfélagsins Fly Play Europe, og stefnt að því að hefja starfsemi á ný í síðasta lagi eftir tíu vikur. Kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði Play í ágúst geti óskað eftir því að fá maltneska félagið leyst til sín. Boðað hafi verið til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október. Fjárfestar sem hefðu keypt í skuldabréfaútboði Play í ágúst hefðu fengið tryggingar á efndum á bréfunum af hálfu Play. Þar væri meðal annars um að ræða veð í öllu hlutafé dótturfélaga, Fly Play Europe, og Play Lithuania, ásamt veðum í öllum almennum fjárkröfum félagsins á hendur dótturfélögum. Arnar Þór og Unnur Lilja segja að þau séu að kortleggja þessar veðsetningar líkt og aðrar og annað sé ekki hægt að segja til um málið að svo stöddu. Tvær kröfur komnar Þau segjast þegar hafa fengið tvær kröfur í búið þó að svokölluð innköllun hafi ekki enn verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Eftir að það verði gert muni þeir sem telja sig eiga kröfur á hendur búinu líklega hafa fjóra mánuði til að lýsa þeim. Þau eigi von á miklum fjölda krafna, allt frá kröfum vegna gjafabréfa upp á smáaura upp í kröfur upp á umtalsverðar fjárhæðir. Þorri krafnanna muni væntanlega berast frá þeim 400 starfsmönnum sem misstu vinnuna við gjaldþrot Play. Launakröfur séu forgangskröfur í búið en svokallaðar búskröfur, sem verða aðallega til vegna kostnaðar við skipti búsins, og veðkröfur séu framar í röðinni en launakröfur. Þau ítreka þó að starfsmennirnir eiga rétt til greiðslna úr Ábyrgðarsjóði laun sama hvernig fer fyrir kröfum þeirra í búið. Kröfur vegna ónýttra gjafabréfa, útlagðs kostnaðar vegna niðurfellinga flugferða og þess háttar séu almennar kröfur og þar með aftar í röðinni. Kafa þarf ofan í ýmsa þætti Þau segjast hafa verið skipuð skiptastjórar klukkan 14:30 í gær og því séu skiptin enn í startholunum. Þau séu aðeins með grófa mynd af stöðu búsins. „Það skýrist ekkert strax í þrotabúum, með þessa eignastöðu, það þarf að kafa ofan í ýmsa þætti til þess að átta sig á því. Stundum er það þannig að þrotabú lítur út fyrir að vera eignalítið en svo kemur í ljós að það eru eignir með ýmsum hætti, sem verða til með ýmsum aðgerðum.“ Að svo stöddu viti þau ekki hverjar þær aðgerðir komi til með að verða. Þess má geta að skiptastjórar Wow air hafa höfðað fjöldan allan af dómsmálum til þess að fá aðgerðum stjórnenda þess rift eða til heimtu skaðabóta. „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna og skoða allt, það er enginn vafi á því. Ef það þarf að beita einhverjum úrræðum laga þá gerum við það. Við munum ekkert veigra okkur við því.“ Álagið mikið í byrjun Hvernig verður þetta fyrir ykkur persónulega, munuð þið hugsa um eitthvað annað næstu árin? „Það er alveg ljóst að á upphafsmetrum svona skipta þá fer mikil vinna í hlutina, að ná utan um allt, svo minnkar þetta eftir því sem frá líður. Þetta verður yfir hausamótunum á okkur eitthvað áfram, væntanlega einhver misseri. Við munum reyna að hraða þessu eftir föngum en reynslan sýnir að þetta getur tekið langan tíma.“ Gjaldþrot Play Play Gjaldþrot Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Þau segja verkefni skiptastjóra markað í lögum, það feli í sér að halda utan og ná utan um eignir félagsins, taka skýrslur af forsvarsmönnum, afla upplýsinga um rekstur, aðgerðir og athafnir í fortíð, taka á móti kröfulýsingum og leysa úr þeim og að lokum, sem geti verið langt í, að greiða uppi í kröfur, ef eitthvað er til að borga. Getið þið skotið á hversu langan tíma þetta mun taka? „Ef þú horfir á þrotabú Wow, þá var það tekið til gjaldþrotaskipta vorið 2019 og þeim skiptum er ekki lokið núna sex og hálfu ári síðar. Nú veit ég ekki umfangið á Play en þetta mun taka sinn tíma.“ Kortleggja veðsetninguna Greint hefur verið frá því að unnið sé að því að færa átta þotur Play yfir til maltneska dótturfélagsins Fly Play Europe, og stefnt að því að hefja starfsemi á ný í síðasta lagi eftir tíu vikur. Kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði Play í ágúst geti óskað eftir því að fá maltneska félagið leyst til sín. Boðað hafi verið til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október. Fjárfestar sem hefðu keypt í skuldabréfaútboði Play í ágúst hefðu fengið tryggingar á efndum á bréfunum af hálfu Play. Þar væri meðal annars um að ræða veð í öllu hlutafé dótturfélaga, Fly Play Europe, og Play Lithuania, ásamt veðum í öllum almennum fjárkröfum félagsins á hendur dótturfélögum. Arnar Þór og Unnur Lilja segja að þau séu að kortleggja þessar veðsetningar líkt og aðrar og annað sé ekki hægt að segja til um málið að svo stöddu. Tvær kröfur komnar Þau segjast þegar hafa fengið tvær kröfur í búið þó að svokölluð innköllun hafi ekki enn verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Eftir að það verði gert muni þeir sem telja sig eiga kröfur á hendur búinu líklega hafa fjóra mánuði til að lýsa þeim. Þau eigi von á miklum fjölda krafna, allt frá kröfum vegna gjafabréfa upp á smáaura upp í kröfur upp á umtalsverðar fjárhæðir. Þorri krafnanna muni væntanlega berast frá þeim 400 starfsmönnum sem misstu vinnuna við gjaldþrot Play. Launakröfur séu forgangskröfur í búið en svokallaðar búskröfur, sem verða aðallega til vegna kostnaðar við skipti búsins, og veðkröfur séu framar í röðinni en launakröfur. Þau ítreka þó að starfsmennirnir eiga rétt til greiðslna úr Ábyrgðarsjóði laun sama hvernig fer fyrir kröfum þeirra í búið. Kröfur vegna ónýttra gjafabréfa, útlagðs kostnaðar vegna niðurfellinga flugferða og þess háttar séu almennar kröfur og þar með aftar í röðinni. Kafa þarf ofan í ýmsa þætti Þau segjast hafa verið skipuð skiptastjórar klukkan 14:30 í gær og því séu skiptin enn í startholunum. Þau séu aðeins með grófa mynd af stöðu búsins. „Það skýrist ekkert strax í þrotabúum, með þessa eignastöðu, það þarf að kafa ofan í ýmsa þætti til þess að átta sig á því. Stundum er það þannig að þrotabú lítur út fyrir að vera eignalítið en svo kemur í ljós að það eru eignir með ýmsum hætti, sem verða til með ýmsum aðgerðum.“ Að svo stöddu viti þau ekki hverjar þær aðgerðir komi til með að verða. Þess má geta að skiptastjórar Wow air hafa höfðað fjöldan allan af dómsmálum til þess að fá aðgerðum stjórnenda þess rift eða til heimtu skaðabóta. „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna og skoða allt, það er enginn vafi á því. Ef það þarf að beita einhverjum úrræðum laga þá gerum við það. Við munum ekkert veigra okkur við því.“ Álagið mikið í byrjun Hvernig verður þetta fyrir ykkur persónulega, munuð þið hugsa um eitthvað annað næstu árin? „Það er alveg ljóst að á upphafsmetrum svona skipta þá fer mikil vinna í hlutina, að ná utan um allt, svo minnkar þetta eftir því sem frá líður. Þetta verður yfir hausamótunum á okkur eitthvað áfram, væntanlega einhver misseri. Við munum reyna að hraða þessu eftir föngum en reynslan sýnir að þetta getur tekið langan tíma.“
Gjaldþrot Play Play Gjaldþrot Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira