Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2025 06:00 Hjálmtýr segir íbúa langþreytta á ástandinu. Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum. „Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær það myndu hefjast framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda Reykjavík Skipulag Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
„Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær það myndu hefjast framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda
Reykjavík Skipulag Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira