Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. október 2025 17:02 Sif Sigmarsdóttir hefur verið búsett í Lundúnum frá 2003 en starfar þó við að skrifa á íslensku: fréttir, pistla og bækur. Sif Sigmarsdóttir, pistlahöfundur og samfélagsýnir, er byrjuð með vikulegan pistil á fimmtudagsmorgnum á Vísi undir yfirskriftinni „Samhengið“ þar sem hún setur umræðuna í samhengi á listaformi. Hún lýsir efninu sem léttmeti með þungavigtarpælingum. „Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum. Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
„Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum.
Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira