Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2025 20:01 Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. Vísir/Stefán Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar. Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar.
Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent