Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 20:49 Færu þeir báðir fram væri um tímamót að ræða innan flokksins. Vísir/Samsett Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Mögulegir frambjóðendur hafa enn nokkra daga til að hugsa sinn gang en þó færðist nokkur hiti í leikinn líkt og svo oft í aðdraganda landsfundar. Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skoraði um helgina á Snorra Másson að gefa kost á sér. Þá bárust þær fréttir í gær að Bergþór Ólason hyggist segja sig frá þingflokksformennskunni. Tekur næstu daga í þetta Bergþór segir sjálfur að afsögn sín sem þingflokksformanni hangi ekki saman við mögulegt framboð til varaformanns en segir fólk hafa komið að máli við sig og mátað hann við embættið. „Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér núna. Það hangir ekki saman við það að segja sig frá þingflokksformennskunni en ég tek næstu daga í að hugsa þetta,“ sagði hann þegar fréttastofa bar mögulegt framboð undir hann. Sjá einnig: Hættir sem þingflokksformaður Líkt og fram hefur komið ályktaði stjórn flokksins í Hafnarfirði um að skora á Snorra Másson að gefa kost á sér til embættisins. „Þingflokkurinn er fullur af fólki sem yrði fyrirmyndarvaraformaður. Embættið verður vel mannað hver sem sest í það,“ sagði Bergþór þegar það var borið undir hann. Hvatningin eindregin og úr ýmsum áttum Snorri Másson segir hvatninguna sem hann hefur fengið slíka að hann geti ekki annað en hugsað málið alvarlega. „Það er það sem ég er að gera núna, bæði í samtölum við fólkið mitt og svo flokksmenn vítt og breitt um landið,“ segir hann í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir landsþingið fram undan mikilvægan tímapunkt fyrir Miðflokksmenn. Senda þurfi skýr skilaboð og halda áfram að sækja fast fram. „Ég skynja ógnarsterka undiröldu með okkur í samfélaginu og flokkurinn ætlar að vera meira en tilbúinn að beisla þennan kraft í þágu íslensks almennings á komandi tímum,“ segir Snorri. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Mögulegir frambjóðendur hafa enn nokkra daga til að hugsa sinn gang en þó færðist nokkur hiti í leikinn líkt og svo oft í aðdraganda landsfundar. Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skoraði um helgina á Snorra Másson að gefa kost á sér. Þá bárust þær fréttir í gær að Bergþór Ólason hyggist segja sig frá þingflokksformennskunni. Tekur næstu daga í þetta Bergþór segir sjálfur að afsögn sín sem þingflokksformanni hangi ekki saman við mögulegt framboð til varaformanns en segir fólk hafa komið að máli við sig og mátað hann við embættið. „Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér núna. Það hangir ekki saman við það að segja sig frá þingflokksformennskunni en ég tek næstu daga í að hugsa þetta,“ sagði hann þegar fréttastofa bar mögulegt framboð undir hann. Sjá einnig: Hættir sem þingflokksformaður Líkt og fram hefur komið ályktaði stjórn flokksins í Hafnarfirði um að skora á Snorra Másson að gefa kost á sér til embættisins. „Þingflokkurinn er fullur af fólki sem yrði fyrirmyndarvaraformaður. Embættið verður vel mannað hver sem sest í það,“ sagði Bergþór þegar það var borið undir hann. Hvatningin eindregin og úr ýmsum áttum Snorri Másson segir hvatninguna sem hann hefur fengið slíka að hann geti ekki annað en hugsað málið alvarlega. „Það er það sem ég er að gera núna, bæði í samtölum við fólkið mitt og svo flokksmenn vítt og breitt um landið,“ segir hann í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir landsþingið fram undan mikilvægan tímapunkt fyrir Miðflokksmenn. Senda þurfi skýr skilaboð og halda áfram að sækja fast fram. „Ég skynja ógnarsterka undiröldu með okkur í samfélaginu og flokkurinn ætlar að vera meira en tilbúinn að beisla þennan kraft í þágu íslensks almennings á komandi tímum,“ segir Snorri.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira