Viðskipti innlent

Ei­ríkur Orri til Ofar

Atli Ísleifsson skrifar
Eiríkur Orri Agnarsson.
Eiríkur Orri Agnarsson.

Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Eirík Orra Agnarsson sem viðskiptastjóra nýs sviðs, Heilbrigðislausna, þar sem hann mun meðal annars leiða uppbyggingu og starfsemi Canon Medical á Íslandi.

Í tilkynningu segir að Eiríkur komi til Ofar frá Fagkaup, þar sem hann hafi starfað sem verkefnastjóri viðskiptaþróunar.

„Eiríkur hefur menntun og reynslu á sviði lækningatækni og myndgreiningar. Hann er með BSc gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði með áherslu á læknisfræðilega myndgreiningu frá Háskóla Íslands og MSc í Sensor and Imaging Systems frá Glasgow og Edinborgar háskólum,“ segir í tilkynningunni. 

Ofar hefur einkarétt á sölu og dreifingu á tækjabúnaði frá heilbrigðistæknirisanum Canon Medical Systems fyrir íslenskan markað. Canon Medical Systems framleiðir tækjabúnað fyrir læknisfræðilegar myndgreiningar, eins og tölvusneiðamyndatökur, segulómanir, röntgenmyndatökur og ómskoðanir. Ofar hefur sinnt sölu, dreifingu og þjónustu á myndavélabúnaði og prentlausnum frá Canon í meira en þrjá áratugi.

Með þessum samning verður allt vöruframboð Canon á Íslandi sameinað undir einu þaki hjá Ofar. Samstarfinu fylgir einnig umfangsmikill stuðningur, þjálfun og fræðsla á vegum klínískra sérfræðinga á vegum Canon Medical.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×