Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 10:29 Snorri Másson biðlar nú til samherja sinna í Miðflokknum um að kjósa sig í varaformannskjöri á flokksþingi síðar í þessum mánuði. Vísir/Anton Brink Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. Snorri greindi frá framboði sínu í færslu á samfélagsmiðli í morgun. Þar sagðist hann hafa fengið afar eindregna hvatningu frá flokksmönnum um að gefa kost á sér að undanförnu. „Niðurstaða mín er sú að fram sé komið raunverulegt ákall innan flokksins um endurnýjun í ásýnd forystunnar,“ skrifar Snorri. Mærði hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann sinn, sem hann sagði að byggi yfir meiri trúverðugleika en nokkur annar í íslenskum stjórnmálum. Hnýtti hann einnig í alþjóðavæðingu sem hann sagði misráðna. Hann gekk fyrst til liðs við Miðflokkinn í aðdraganda þingkosninga fyrir tæpu ári og leiddi lista hans í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fyrir það hafði Snorri starfað sem bloggari og hlaðvarpsstjórnandi og þar áður sem þáttastjórnandi á Stöð 2 og blaðamaður á Mbl.is. Frambjóðandinn sætti harðri gagnrýni eftir umtalað viðtal í Kastljósi á Ríkisútvarpinu í byrjun síðasta mánaðar. Umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks en þar kvartaði Snorri undan því að hann og skoðanasystkini hans sættu skoðanakúgun vegna þess að þau vildu ekki viðurkenna tilvist trans fólks. Kosið verður um varaformann Miðflokksins á flokksþingi sem fer fram aðra helgi. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Snorri greindi frá framboði sínu í færslu á samfélagsmiðli í morgun. Þar sagðist hann hafa fengið afar eindregna hvatningu frá flokksmönnum um að gefa kost á sér að undanförnu. „Niðurstaða mín er sú að fram sé komið raunverulegt ákall innan flokksins um endurnýjun í ásýnd forystunnar,“ skrifar Snorri. Mærði hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann sinn, sem hann sagði að byggi yfir meiri trúverðugleika en nokkur annar í íslenskum stjórnmálum. Hnýtti hann einnig í alþjóðavæðingu sem hann sagði misráðna. Hann gekk fyrst til liðs við Miðflokkinn í aðdraganda þingkosninga fyrir tæpu ári og leiddi lista hans í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fyrir það hafði Snorri starfað sem bloggari og hlaðvarpsstjórnandi og þar áður sem þáttastjórnandi á Stöð 2 og blaðamaður á Mbl.is. Frambjóðandinn sætti harðri gagnrýni eftir umtalað viðtal í Kastljósi á Ríkisútvarpinu í byrjun síðasta mánaðar. Umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks en þar kvartaði Snorri undan því að hann og skoðanasystkini hans sættu skoðanakúgun vegna þess að þau vildu ekki viðurkenna tilvist trans fólks. Kosið verður um varaformann Miðflokksins á flokksþingi sem fer fram aðra helgi.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira