Finna mikla nálykt frá rústunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2025 10:34 Þrjú lík fundust í morgun en 55 er enn saknað. Litlar líkur eru taldar á að fleiri muni finnast á lífi. AP/Achmad Ibrahim Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun. Skólinn hrundi á mánudaginn og höfðu björgunarsveitarmenn forðast þungavélar af ótta við frekara hrun á þá sem eru fastir í rústunum. Átta eru látnir og rúmlega hundrað sagðir slasaðir. Opinber fjöldi þeirra sem saknað er hefur verið á töluverðu reiki og stendur nú í 55. Að mestu er um að ræða drengi og unga menn frá tólf til nítján ára gamla. Umræddur skóli er íslamskur heimavistarskóli og segja yfirvöld í Indónesíu að verið hafi verið að bæta tveimur hæðum við húsið, sem var tvær hæðir fyrir. Forsvarsmenn skólans höfðu ekki fengið leyfi framkvæmdunum og var verið að hella steypu í mót ofan á húsinu þegar það hrundi. Talið er að byggingin hafi ekki þolað þungann en flestir nemendur og kennarar voru við bænir í sérstökum sal í húsinu. AP fréttaveitan segir að tvö líkanna sem fundust í morgun hafi fundist í þessum sal og eitt til viðbótar hafi fundist nærri útgangi hússins, eins og sá hafi verið að reyna að flýja út þegar húsið hrundi ofan á hann. Fréttaveitan segir töluvert heitt í Indónesíu um þessar mundir og á meðan björgunarsveitarmenn vinni í því að brjóta sér leið í gegnum steyptar plötur beri mikla nálykt frá rústunum, sem sé til marks um hvað þeir muni að öllum líkindum finna undir rústunum. Talið er að björgunarstörfum muni ljúka á morgun. Indónesía Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Skólinn hrundi á mánudaginn og höfðu björgunarsveitarmenn forðast þungavélar af ótta við frekara hrun á þá sem eru fastir í rústunum. Átta eru látnir og rúmlega hundrað sagðir slasaðir. Opinber fjöldi þeirra sem saknað er hefur verið á töluverðu reiki og stendur nú í 55. Að mestu er um að ræða drengi og unga menn frá tólf til nítján ára gamla. Umræddur skóli er íslamskur heimavistarskóli og segja yfirvöld í Indónesíu að verið hafi verið að bæta tveimur hæðum við húsið, sem var tvær hæðir fyrir. Forsvarsmenn skólans höfðu ekki fengið leyfi framkvæmdunum og var verið að hella steypu í mót ofan á húsinu þegar það hrundi. Talið er að byggingin hafi ekki þolað þungann en flestir nemendur og kennarar voru við bænir í sérstökum sal í húsinu. AP fréttaveitan segir að tvö líkanna sem fundust í morgun hafi fundist í þessum sal og eitt til viðbótar hafi fundist nærri útgangi hússins, eins og sá hafi verið að reyna að flýja út þegar húsið hrundi ofan á hann. Fréttaveitan segir töluvert heitt í Indónesíu um þessar mundir og á meðan björgunarsveitarmenn vinni í því að brjóta sér leið í gegnum steyptar plötur beri mikla nálykt frá rústunum, sem sé til marks um hvað þeir muni að öllum líkindum finna undir rústunum. Talið er að björgunarstörfum muni ljúka á morgun.
Indónesía Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira