Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 15:14 Finnska landhelgisgæslan stöðvaði för olíuflutningaskipsins Eagle S eftir að það sigldi inn í finnsku landhelgina um síðustu jól. Skipið er talið hafa skemmt fimm sæstrengi, þar á meðal rafstreng á milli Finnlands og Eistlands. Vísir/EPA Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar. Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar.
Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19