Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2025 12:13 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig. Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Sjá meira
Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig.
Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Sjá meira