Fótbolti

Harry Kewell að taka við liði í Víet­nam

Árni Jóhannsson skrifar
Harry Kewell í leik með Melbourne Heart.
Harry Kewell í leik með Melbourne Heart. Vísir/getty

Harry Kewell sem gerði garðinn frægan t.d. með Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að leikmannaferlinum lauk hefur hann reynt fyrir sér í þjálfun og nálgast núna heimahagana í Ástralíu.

Þjálfaraferill Ástralans hófst í neðri deildunum á Englandi en fyrsta starfið var fyrir Crawley Town í League Two á Englandi árið 2017 en í febrúar árið 2018 sagði hann upp störfum minna en ári eftir að hafa tekið við starfinu. Hann kom við hjá Notts County og Oldham áður en hann hélt til Japan til að taka við Yokohama F. Marinos í J1 deildinni.

Hann kom Yokohama í úrslitaleik asísku meistaradeildarinnar en tapað þar í tveimur leikjum gegn Al-Ain FC frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann var rekinn þaðan eftir leikinn. Nú er hann hinsvegar kominn til Víetnam þar sem hann tekur við Hanoi FC. 

Harry Kewell spilaði 58 leiki fyrir Ástralíu og vann Meistaradeild Evrópu með Liverpool árið 2005. Nú verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur á nýjum vígstöðvum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×