Óttast áhrifin á vinnandi mæður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir. Samsett Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira