Erlent

Látinn eftir skot­á­rás í Kaup­manna­höfn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lögreglan í Kaupmannahöfn. Myndin er úr safni.
Lögreglan í Kaupmannahöfn. Myndin er úr safni. Getty

Tæplega fimmtugur maður er látinn eftir að hafa verið skotinn við mosku í Ishøj í Kaupmannhöfn á föstudag.

Lögreglan í Kaupmannahöfn greinir frá þessu í tilkynningu.

Rétttæplega fertugur maður er í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar. Í gær játaði hann að hafa skotið annan mann, en vildi meina að hann hafi gert það í sjálfsvörn.

Lögreglan segir skotárásina ekki tengjast átökum gengja og bifhjólahópa. Mennirnir tveir, hinn látni og hinn grunaði, hafi þekkt hvor annan og átt í átökum um margra ára skeið. Þeir eru báðir sagðir hafa verið að biðja í moskunni í aðdraganda atviksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×