Innlent

Um­deild brott­vísun, fjár­hags­tjón á Græn­landi og kyn­greint sæði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist í Rússlandi. Þetta segir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti síns gamla flokks.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Í fréttatímanum verður rætt við Ingu Dóru Guðmundsdóttur, samskiptastjóri flugfélagsins, sem segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í sextíu ára sögu sinni.

Móðir sem beið í tvö ár eftir NPA þjónustu segir líf sitt og dóttur sinnar gjörbreytt nú þegar hún hefur loksins fengið þjónustuna sem hún á lögbundinn rétt á. Það sé draumur að rætast og hún fagnar frelsinu sem fylgir því að geta loks gert hefðbundna hluti.

Kúabændur fagna þeim árangri sem náðst hefur með kyngreiningu sæðis en þannig geta þeir ráðið hvort þeir fái kvígukálf eða nautkálf í heiminn. Þetta forvitnilega mál verður einnig tekið fyrir í fréttatímanum auk þess sem Bítlalög í flutningi landsþekktra íslenskra tónlistarmanna koma við sögu. 

Þetta og fleira í kvöldféttum Sýnar á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×