Enski boltinn

Pep fljótastur í 250 sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þekkir fátt annað en að vinna.
Þekkir fátt annað en að vinna. EPA/SEBASTIEN NOGIER

Þjálfarinn Pep Guardiola setti met þegar lið hans Manchester City vann 1-0 útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Með sigrinum hefur Pep stýrt Man City til sigurs 250 sinnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er fljótasti þjálfari sögunnar til að ná þeim áfanga.

„Ég mun bjóða þeim öllum í kvöldmat. Það er heiður að sitja við sama borð og þeir svo það væri ekki slæmt kvöld. Þetta eru tíu tímabil, 250 sigrar er heill hellingur. Ég vissi ekki af þessu en þetta er ánægjulegt.“

Erling Haaland skoraði sigurmark City í leiknum og fékk Norðmaðurinn hrós frá þjálfara sínum.

„Hann er svo mikilvægur fyrir okkur. Við þurfum fleiri mörk frá öðrum aðilum en færin voru til staðar.“

Manchester City er í 5. sæti með 13 stig, þremur stigum minna en topplið Arsenal þegar 7 umferðum er lokið.


Tengdar fréttir

Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar

Pep Guardiola staðfesti eftir 1-0 sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni að spænski miðjumaðurinn Rodri yrði frá næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×