Viðskipti innlent

Birna Ósk nýr for­stjóri Húsasmiðjunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birna Ósk er tekin við í Húsasmiðjunni.
Birna Ósk er tekin við í Húsasmiðjunni.

Stjórn Húsasmiðjunnar hefur ráðið Birnu Ósk Einarsdóttur sem forstjóra félagsins. Hún tekur við starfinu af Árna Stefánssyni sem lét af störfum í maí eftir tólf ára starf.

Í tilkynningu vegna ráðningarinnar kemur fram að Birna starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá APM Teminals, dótturfélagi A.P. Møller - Mærsk, sem sérhæfir sig í hafnarrekstri um allan heim og er eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum. 

Áður var Birna Ósk framkvæmdastjóri yfir markaðs-, þjónustu og vöruþróunarmálum hjá Icelandair, Landsvirkjun og Símanum. Birna Ósk er jafnframt með mikla reynslu af stjórnarstörfum og situr í dag í stjórn SKEL, Mílu og Almannaróms.

Árni lét af störfum í maí síðastliðnum. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni kom fram að um væri að ræða samkomulag milli hans og stjórnar félagsins um að ljúka störfum. Magnús Guðmann Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, gegndi starfi forstjóra á meðan leitinni að nýjum forstjóra stóð yfir.


Tengdar fréttir

Árni hættir sem for­stjóri Húsa­smiðjunnar

Árni Stefánsson hefur látið af störfum sem forstjóri Húsasmiðjunnar. Magnús Guðmann Jónsson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá félaginu, tekur tímabundið við stöðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×