Enn veldur Britney áhyggjum Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2025 13:31 Britney Spears sýndi fylgjendum ýmis dansspor. Tónlistarkonan Britney Spears veldur aðdáendum sínum enn á ný áhyggjum. Nú segist hún hafa dottið niður stiga heima hjá vini sínum og er ekki viss hvort hún sé fótbrotin eða ekki. Eftir að hafa sprottið fram á sjónarsviðið sem barnastjarna hjá Disney og svo orðið stærsta tónlistarkona heims hefur Britney ekki átt sjö dagana sæla. Hún hefur lengi glímt við andleg veikindi, missti forræði yfir báðum sonum sínum og var undir forsjá föður síns, Jamie Spears, í þrettán ár. Eftir áralangar deilur við föður sinn fyrir dómstólum öðlaðist Britney loksins forræði yfir eigin fjármálum. Síðan þá hefur fólk hins vegar haft töluverðar áhyggjur af söngkonunni vegna furðulegrar hegðunar hennar á samfélagsmiðlum.. Ýmsar samsæriskenningar skutu upp kollinum í tengslum við hegðun Britney. Ein útbreidd kenning sem fór í dreifingu árið 2022 gekk út á að Britney væri í raun lokuð inni á geðdeild og að þáverandi eiginmaður hennar, Sam Asghari, væri með Britney-staðgengil sem kæmi fram á samfélagsmiðlum. Auðvitað er það algjört bull en er þó til marks um hversu undarleg hegðun söngkonunnar er orðin (og hvað fólk á netinu getur verið ruglað). Síðan þá hefur Britney skilið við eiginmann sinn, gefið út The Woman in Me, sína aðra ævisögu og býr nú ein í Thousand Oaks í Kaliforníu. Hún er þó eiginlega alveg hætt að gefa út tónlist.Sjá einnig: Britney hafi haldið framhjá með starfsmanni Fréttir og sögusagnir af versnandi ástandi Spears hafa þó haldið áfram að berast, nektarmyndir sem hún birti á Instagram ullu fjaðrafoki fyrir ekki svo löngu og einnig mynd sem hún birti af sér haldandi á hnífum. Nýverið hafði Daily Mail eftir heimildarmanni sínum að vinir og vandamenn söngkonunnar hefðu mikla áhyggjur, heimili hennar væri grútskítugt og allt í hundaskít. Dansandi marin með sárabindi Britney birti í gær myndband á Instagram af sér að dansa í gegnsæjum bleikum kjól með sáraumbúðir á hægra hné sínu. Jafnframt mátti sjá marbletti á báðum handleggjum hennar. „Strákarnir mínir þurftu að fara og snúa aftur til Maui... þetta er leið mín til að tjá mig og biðja gegnum list... faðir vor á himnum... ég þarf ekki umhyggjusemi eða vorkunn, ég vil bara vera góð kona og vera betri... og ég fæ mikinn stuðning, svo eigið frábæran dag!!!“ skrifaði hún við færsluna. „Psss ég datt niður stiga heima hjá vini... það var hræðilegt...“ sagði einnig í færslunni. Jafnframt sagðist hún ekki viss hvort hún væri fótbrotin og notaði orðalagið „it snaps out now and then“ sem er erfitt að skilja öðruvísi en að hún hafi hrökkið nokkrum sinnum úr lið. Miðað við hvað hún gat hreyft sig þægilega án þess að haltra virðist þó sem hún sé ekki brotin. View this post on Instagram A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears) Hollywood Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Hætti með Britney í textaskilaboðum Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. 24. október 2023 11:24 Britney greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. Athæfið vakti heimsathygli en söngkonan segir nú í væntanlegri ævisögu sinni að það hafi verið sín viðbrögð við ofsafengnum útlitskröfum. 17. október 2023 16:31 Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. 8. júlí 2023 08:49 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Eftir að hafa sprottið fram á sjónarsviðið sem barnastjarna hjá Disney og svo orðið stærsta tónlistarkona heims hefur Britney ekki átt sjö dagana sæla. Hún hefur lengi glímt við andleg veikindi, missti forræði yfir báðum sonum sínum og var undir forsjá föður síns, Jamie Spears, í þrettán ár. Eftir áralangar deilur við föður sinn fyrir dómstólum öðlaðist Britney loksins forræði yfir eigin fjármálum. Síðan þá hefur fólk hins vegar haft töluverðar áhyggjur af söngkonunni vegna furðulegrar hegðunar hennar á samfélagsmiðlum.. Ýmsar samsæriskenningar skutu upp kollinum í tengslum við hegðun Britney. Ein útbreidd kenning sem fór í dreifingu árið 2022 gekk út á að Britney væri í raun lokuð inni á geðdeild og að þáverandi eiginmaður hennar, Sam Asghari, væri með Britney-staðgengil sem kæmi fram á samfélagsmiðlum. Auðvitað er það algjört bull en er þó til marks um hversu undarleg hegðun söngkonunnar er orðin (og hvað fólk á netinu getur verið ruglað). Síðan þá hefur Britney skilið við eiginmann sinn, gefið út The Woman in Me, sína aðra ævisögu og býr nú ein í Thousand Oaks í Kaliforníu. Hún er þó eiginlega alveg hætt að gefa út tónlist.Sjá einnig: Britney hafi haldið framhjá með starfsmanni Fréttir og sögusagnir af versnandi ástandi Spears hafa þó haldið áfram að berast, nektarmyndir sem hún birti á Instagram ullu fjaðrafoki fyrir ekki svo löngu og einnig mynd sem hún birti af sér haldandi á hnífum. Nýverið hafði Daily Mail eftir heimildarmanni sínum að vinir og vandamenn söngkonunnar hefðu mikla áhyggjur, heimili hennar væri grútskítugt og allt í hundaskít. Dansandi marin með sárabindi Britney birti í gær myndband á Instagram af sér að dansa í gegnsæjum bleikum kjól með sáraumbúðir á hægra hné sínu. Jafnframt mátti sjá marbletti á báðum handleggjum hennar. „Strákarnir mínir þurftu að fara og snúa aftur til Maui... þetta er leið mín til að tjá mig og biðja gegnum list... faðir vor á himnum... ég þarf ekki umhyggjusemi eða vorkunn, ég vil bara vera góð kona og vera betri... og ég fæ mikinn stuðning, svo eigið frábæran dag!!!“ skrifaði hún við færsluna. „Psss ég datt niður stiga heima hjá vini... það var hræðilegt...“ sagði einnig í færslunni. Jafnframt sagðist hún ekki viss hvort hún væri fótbrotin og notaði orðalagið „it snaps out now and then“ sem er erfitt að skilja öðruvísi en að hún hafi hrökkið nokkrum sinnum úr lið. Miðað við hvað hún gat hreyft sig þægilega án þess að haltra virðist þó sem hún sé ekki brotin. View this post on Instagram A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears)
Hollywood Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Hætti með Britney í textaskilaboðum Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. 24. október 2023 11:24 Britney greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. Athæfið vakti heimsathygli en söngkonan segir nú í væntanlegri ævisögu sinni að það hafi verið sín viðbrögð við ofsafengnum útlitskröfum. 17. október 2023 16:31 Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. 8. júlí 2023 08:49 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Hætti með Britney í textaskilaboðum Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. 24. október 2023 11:24
Britney greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. Athæfið vakti heimsathygli en söngkonan segir nú í væntanlegri ævisögu sinni að það hafi verið sín viðbrögð við ofsafengnum útlitskröfum. 17. október 2023 16:31
Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. 8. júlí 2023 08:49