Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2025 11:01 Helgi Guðjónsson er meðal fyrstu manna á blað í byrjunarlið Víkinga Vísir/Lýður Helgi Guðjónsson hefur verið partur af Víkingsliðinu í öllum þremur Íslandsmeistaratitlunum undanfarin ár. En í vetur fór hann í nýja stöðu og er í dag með þeim fyrstu á blað í byrjunarliðið. Víkingur varð í gær Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Helgi skoraði í sigurleik liðsins gegn FH, 2-0, í Bestudeildinni í gærkvöldi og varð allt vitlaust í Fossvoginum að leik lokum. Félagið orðið Íslandsmeistari, þrátt fyrir að eiga eftir að spila tvo leiki. „Ég var í þessu hlutverki að vera á bekknum fyrstu fjögur fimm árin og tók því bara og gerði eins vel og ég gat og svo breyttist þetta í vetur og ég spilaði nýja stöðu. Það er töluvert skemmtilegra að spila alla þessa leiki og vera alltaf inn á,“ segir Helgi í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. Helgi sem hefur spilað framarlega á vellinum allan sinn feril fann sig í nýrri stöðu í vetur þegar Víkingar léku í Sambandsdeildinni. Núna er hann kominn í öftustu víglínu en sækir samt sem áður mikið upp völlinn. „Þetta kom upp í Evrópuleikjunum gegn Panathinaikos. Kalli [Karl Friðleifur] var í banni og það vantaði mann sem gat sótt upp völlinn og varist í þessa leiki, þar sem við vorum að fara í fimm manna vörn. Sölvi [Geir Ottesen] ákvað að treysta mér fyrir því og það gekk ágætlega og við vorum óheppnir að fara ekki áfram að mínu mati. Þaðan kom þetta og færðist yfir í það að verða bakvörður í sumar.“ Þessi 26 ára leikmaður útilokar ekki að fara í atvinnumennskuna, eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður. „Ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp og allir aðilar eru sáttir þá auðvitað er maður til í að skoða það, af því að það er eitthvað sem ég hef ekki prófað enn þá og væri alveg til í að fá að prófa ef að tækifærið gefst til.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira
Víkingur varð í gær Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Helgi skoraði í sigurleik liðsins gegn FH, 2-0, í Bestudeildinni í gærkvöldi og varð allt vitlaust í Fossvoginum að leik lokum. Félagið orðið Íslandsmeistari, þrátt fyrir að eiga eftir að spila tvo leiki. „Ég var í þessu hlutverki að vera á bekknum fyrstu fjögur fimm árin og tók því bara og gerði eins vel og ég gat og svo breyttist þetta í vetur og ég spilaði nýja stöðu. Það er töluvert skemmtilegra að spila alla þessa leiki og vera alltaf inn á,“ segir Helgi í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. Helgi sem hefur spilað framarlega á vellinum allan sinn feril fann sig í nýrri stöðu í vetur þegar Víkingar léku í Sambandsdeildinni. Núna er hann kominn í öftustu víglínu en sækir samt sem áður mikið upp völlinn. „Þetta kom upp í Evrópuleikjunum gegn Panathinaikos. Kalli [Karl Friðleifur] var í banni og það vantaði mann sem gat sótt upp völlinn og varist í þessa leiki, þar sem við vorum að fara í fimm manna vörn. Sölvi [Geir Ottesen] ákvað að treysta mér fyrir því og það gekk ágætlega og við vorum óheppnir að fara ekki áfram að mínu mati. Þaðan kom þetta og færðist yfir í það að verða bakvörður í sumar.“ Þessi 26 ára leikmaður útilokar ekki að fara í atvinnumennskuna, eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður. „Ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp og allir aðilar eru sáttir þá auðvitað er maður til í að skoða það, af því að það er eitthvað sem ég hef ekki prófað enn þá og væri alveg til í að fá að prófa ef að tækifærið gefst til.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira