Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2025 06:02 Yaqubu er þreyttur á því að haldið sé vöku fyrir fjölskyldunni. Íbúi í Sandgerði er langþreyttur á áreiti skólakrakka í smábænum. Tvær nætur í röð hefur verið barið á hurðina hjá honum seint um kvöld og segist hann auk þess hafa upplifað kynþáttafordóma af hálfu krakkanna. Athæfið segir hann vera komið af samfélagsmiðlinum TikTok. „Það hefur oft verið gert dyraat heima hjá mér en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Yaqubu Oriri íbúi í Sandgerði og starfsmaður Isavia. „Núna hefur það gerst í tvígang að tólf ára gömul dóttir mín er sofnuð þegar þeir hlamma sér á hurðina hjá mér, þrír unglingspiltar.“ Segir Yaqubu þetta hafa valdið mikilli skelfingu á heimilinu. Í eitt skiptið hafi hann opnað hurðina örskömmu eftir að strákarnir létu til skarar skríða og þeir þá sent honum fingurinn og auk þess látið hann heyra það með rasískum ummælum um hann og fjölskyldu hans. „Það er ástæða þess að ég ákvað að tilkynna þetta til lögreglu. Stuttu síðar fór ég á röltið að athuga hvort ég myndi sjá þá, og viti menn þeir voru staddir á skólalóðinni við Sandgerðisskóla og mig langaði að ná tali af þeim til að biðja þá um að hætta þessu en þeir flúðu bara af vettvangi.“ Allt af TikTok Yaqubu segist vegna þessa hafa ákveðið að láta skólastjórn vita af málinu. Hann hafi áhyggjur af dóttur sinni í skólanum og því að hún verði fyrir fordómum. Þar hafi hann fengið þau svör að dyraat á borð við þetta væri nú í tísku á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður. Að þetta væri víst orðið mjög algengt á TikTok, líkt og um TikTok dans sé að ræða. Ég veit ekki hvað verður í kvöld en ég er að vona að við fjölskyldan getum fengið eitt rólegt kvöld, í friði.“ Suðurnesjabær Kynþáttafordómar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Það hefur oft verið gert dyraat heima hjá mér en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Yaqubu Oriri íbúi í Sandgerði og starfsmaður Isavia. „Núna hefur það gerst í tvígang að tólf ára gömul dóttir mín er sofnuð þegar þeir hlamma sér á hurðina hjá mér, þrír unglingspiltar.“ Segir Yaqubu þetta hafa valdið mikilli skelfingu á heimilinu. Í eitt skiptið hafi hann opnað hurðina örskömmu eftir að strákarnir létu til skarar skríða og þeir þá sent honum fingurinn og auk þess látið hann heyra það með rasískum ummælum um hann og fjölskyldu hans. „Það er ástæða þess að ég ákvað að tilkynna þetta til lögreglu. Stuttu síðar fór ég á röltið að athuga hvort ég myndi sjá þá, og viti menn þeir voru staddir á skólalóðinni við Sandgerðisskóla og mig langaði að ná tali af þeim til að biðja þá um að hætta þessu en þeir flúðu bara af vettvangi.“ Allt af TikTok Yaqubu segist vegna þessa hafa ákveðið að láta skólastjórn vita af málinu. Hann hafi áhyggjur af dóttur sinni í skólanum og því að hún verði fyrir fordómum. Þar hafi hann fengið þau svör að dyraat á borð við þetta væri nú í tísku á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður. Að þetta væri víst orðið mjög algengt á TikTok, líkt og um TikTok dans sé að ræða. Ég veit ekki hvað verður í kvöld en ég er að vona að við fjölskyldan getum fengið eitt rólegt kvöld, í friði.“
Suðurnesjabær Kynþáttafordómar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira