Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. október 2025 15:23 Diljá Mist skoraði á ráðherra barnamála og heilbrigðismála. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. Hún tók til máls þegar störf þingsins voru til umræðu og sagði að sér hefði fundist hún vera komin tuttugu ár aftur í tímann en hún missti eldri systur sína úr fíknisjúkdómi fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ræddu úrræðaleysi sitt frammi fyrir alvarlegum vímuefnavanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær sögðu úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku og þær ætla að senda syni sína. „Þetta hefði getað verið fjölskyldan mín. Úrræðaleysið, skilningsleysið, vanmátturinn. Fjölskylduharmleikurinn. Af hverju sættum við okkur við það að börnin okkar þjáist og deyi án þess að gera okkar besta? Af hverju getur fólk fengið fjárhagslega aðstoð við efnaskipta- og liðskiptaaðgerðir erlendis, en fjölskyldur barna með vímuefnavanda bera allar byrðarnar sjálfar?“ sagði Diljá í ræðu sinni. Hlusta má á mæðurnar segja frá raunum sínum af íslenska meðferðarkerfinu í klippunni hér að neðan. „Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessi sjúkdómur herjaði ekki á fína fólkið; ekki á ráðherra, ekki á þingmenn, ekki á dómara og ekki á embættismenn. En ég veit betur og ég skora á hæstv. ráðherra að koma börnunum okkar til bjargar áður en það verður of seint,“ sagði hún svo. Fíkn Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hún tók til máls þegar störf þingsins voru til umræðu og sagði að sér hefði fundist hún vera komin tuttugu ár aftur í tímann en hún missti eldri systur sína úr fíknisjúkdómi fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ræddu úrræðaleysi sitt frammi fyrir alvarlegum vímuefnavanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær sögðu úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku og þær ætla að senda syni sína. „Þetta hefði getað verið fjölskyldan mín. Úrræðaleysið, skilningsleysið, vanmátturinn. Fjölskylduharmleikurinn. Af hverju sættum við okkur við það að börnin okkar þjáist og deyi án þess að gera okkar besta? Af hverju getur fólk fengið fjárhagslega aðstoð við efnaskipta- og liðskiptaaðgerðir erlendis, en fjölskyldur barna með vímuefnavanda bera allar byrðarnar sjálfar?“ sagði Diljá í ræðu sinni. Hlusta má á mæðurnar segja frá raunum sínum af íslenska meðferðarkerfinu í klippunni hér að neðan. „Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessi sjúkdómur herjaði ekki á fína fólkið; ekki á ráðherra, ekki á þingmenn, ekki á dómara og ekki á embættismenn. En ég veit betur og ég skora á hæstv. ráðherra að koma börnunum okkar til bjargar áður en það verður of seint,“ sagði hún svo.
Fíkn Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira