Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 20:13 Karl Gauti, Diljá Mist, og Stefán Vagn ræddu málin í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Vilhelm/Anton Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“ Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“
Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira