„Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. október 2025 22:15 Hörður Axel Vilhjálmsson fer yfir málin með sínu liði Anton Brink/Vísir Keflavík vann Hamar/Þór 102-89 í Blue-höllinni í Bónus deild kvenna. Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með liðið eftir þrettán stiga sigur. „Ég var ánægður með liðið í kvöld bæði frammistöðuna og orkuna. Krafturinn sem við gáfum af okkur var góður hjá bæði þeim sem voru inni á vellinum og þeim sem voru út af og þeim sem komu ekki inn á. Mér fannst það standa upp úr,“ sagði Hörður Axel ánægður með liðsheildina í kvöld. Hörður var nokkuð sáttur með fyrri hálfleik liðsins en gestirnir gerðu síðustu sjö stig fyrri hálfleiks og minnkuðu forskot Keflavíkur niður í átta stig 51-43. „Við vorum að klikka aðeins á varnarfærslum sem við höfðum farið yfir en leikurinn var hraður og það voru sumar ákvarðanir sem voru ekkert spes undir lok fyrri hálfleiks en við gerðum svo vel i seinni hálfleik.“ Í þriðja leikhluta fór forskot Keflavíkur minnst niður í þrjú stig en þá tók Hörður leikhlé og Keflvíkingar litu aldrei um öxl eftir það. „Orkustigið breyttist. Við vorum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær gátu keyrt á okkur. Við löguðum það og þá fengum við það sem við vorum að leitast eftir.“ „Þetta var ákveðin skák. Þær eru stórar og sterkar og tóku fullt af fráköstum og við vissum það fyrir leikinn. Við ætluðum að gera betur þar og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Allar sem eru inn á bera ábyrgð á að taka fráköst.“ Leikmannahópur Keflavíkur er aðeins skipaður íslenskum leikmönnum og Hörður sagðist vera að leita af erlendum leikmönnum en væri ekki að flýta sér og ætlaði að finna þær réttu. „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann. Annars er ég ekki að flýta mér í því vegna þess að ég treysti þessum stelpum sem eru hérna,“ Hörður Axel sagði að lokum að hann væri að leita af stórum leikmanni og bakverði. Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira
„Ég var ánægður með liðið í kvöld bæði frammistöðuna og orkuna. Krafturinn sem við gáfum af okkur var góður hjá bæði þeim sem voru inni á vellinum og þeim sem voru út af og þeim sem komu ekki inn á. Mér fannst það standa upp úr,“ sagði Hörður Axel ánægður með liðsheildina í kvöld. Hörður var nokkuð sáttur með fyrri hálfleik liðsins en gestirnir gerðu síðustu sjö stig fyrri hálfleiks og minnkuðu forskot Keflavíkur niður í átta stig 51-43. „Við vorum að klikka aðeins á varnarfærslum sem við höfðum farið yfir en leikurinn var hraður og það voru sumar ákvarðanir sem voru ekkert spes undir lok fyrri hálfleiks en við gerðum svo vel i seinni hálfleik.“ Í þriðja leikhluta fór forskot Keflavíkur minnst niður í þrjú stig en þá tók Hörður leikhlé og Keflvíkingar litu aldrei um öxl eftir það. „Orkustigið breyttist. Við vorum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær gátu keyrt á okkur. Við löguðum það og þá fengum við það sem við vorum að leitast eftir.“ „Þetta var ákveðin skák. Þær eru stórar og sterkar og tóku fullt af fráköstum og við vissum það fyrir leikinn. Við ætluðum að gera betur þar og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Allar sem eru inn á bera ábyrgð á að taka fráköst.“ Leikmannahópur Keflavíkur er aðeins skipaður íslenskum leikmönnum og Hörður sagðist vera að leita af erlendum leikmönnum en væri ekki að flýta sér og ætlaði að finna þær réttu. „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann. Annars er ég ekki að flýta mér í því vegna þess að ég treysti þessum stelpum sem eru hérna,“ Hörður Axel sagði að lokum að hann væri að leita af stórum leikmanni og bakverði.
Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira