Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 07:30 Steven Gerrard hefur sína skýringu af hverju hlutirnir gengu aldrei upp hjá ensku gullkynslóðinni. Getty/Richard Sellers Steven Gerrard segir að andrúmsloftið og slæm liðsheild innan enska landsliðsins hafi átt mikinn þátt í því að ekkert gekk hjá enska liðinu þrátt fyrir að það væri uppfullt af frábærum leikmönnum. Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira