Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 15:16 Jonathan Gannon var allt annað en sáttur enda fór svo að Arizona Cardinals missti frá sér sigurinn á móti Tennessee Titans. Getty/Norm Hall Þjálfari Arizona Cardinals missti sig algjörlega á hliðarlínunni um helgina eftir eitt mesta klúður ársins. Hann baðst afsökunar en var samt sektaður af félagi sínu. Forráðamenn Arizona Cardinals hafa ákveðið að sekta þjálfara sinn Jonathan Gannon um hundrað þúsund Bandaríkjadali eða meira en tólf milljónir í íslenskum krónum. ESPN segir frá. Ástæðan er framkoma hans gegn einum leikmanni sínum í tapleik á móti Tennessee Titans á sunnudaginn. Hlauparinn Emari Demercado var aleinn og um það bil að hlaupa yfir endalínuna til að skora snertimark þegar hann sleppti boltanum í einhverjum töffaraskap. Dómararnir komust að því að hann hafði misst boltann áður en hann komst í markið. Cardinals hefði innsiglað sigurinn með þessu snertimarki en þess í stað missti liðið sjö stig og boltann. Tennessee Titans nýtti sér þetta, sneri við leiknum og tryggði sér endurkomusigur. Áður en að þeirri endurkomu kom þá trompaðist Jonathan Gannon þjálfari Cardinals á hliðarlínunni. Jonathan Gannon said yesterday Emari Demercado would not be punished for dropping the ball before reaching the end zone.Today, Gannon himself faces punishment for his outburst on the sideline.Here's what he said yesterday about his apology to Demercado and the team. https://t.co/mVZNdrvNsC pic.twitter.com/GIVJ8Kg0GI— Jake García (@Jake_M_Garcia) October 7, 2025 Hann strunsaði til Demercado sem var algjörlega miður sín. Það breytti ekki því að Gannon fór alveg upp að honum og las honum pistilinn. Hann hélt áfram reiðilestrinum þegar hann byrjaði að ganga frá Demercado og virtist lemja í hægri handlegg hlauparans. Á mánudaginn sagði Gannon að hann hefði beðið Demercado og leikmenn Cardinals afsökunar á liðsfundi þann daginn. „Ég sagði þeim bara að ég hefði látið augnablikið ná tökum á mér þarna,“ sagði Gannon. Gannon verður fyrsti aðalþjálfari NFL sem er sektaður fyrir deilur við leikmann síðan deildin sektaði þáverandi þjálfara Tampa Bay Buccaneers, Bruce Arians, um fimmtíu þúsund dollara fyrir að slá með hendinni í hjálm öryggisvarðarins Andrew Adams í umspilsleik í janúar 2022 gegn Philadelphia Eagles. Mistök Demercado reyndust dýrkeypt í 22-21 tapi Arizona. Hefði hann skorað hefði snertimarkið og aukastigið komið Arizona í 28-6 forystu þegar um 12:40 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Lið með 22 stiga forystu í fjórða leikhluta hafa unnið 1.276 leiki og tapað 1 á síðustu 25 tímabilum, samkvæmt rannsóknum ESPN. Arizona Cardinals coach Jonathan Gannon gotta be fire immediately You can't put hands on players like this. Because if a player did this he'd be out of the league immediately pic.twitter.com/HCYzmiUXZK— 112 Fighting Sports (@112FIGHTNSPORTS) October 6, 2025 NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Forráðamenn Arizona Cardinals hafa ákveðið að sekta þjálfara sinn Jonathan Gannon um hundrað þúsund Bandaríkjadali eða meira en tólf milljónir í íslenskum krónum. ESPN segir frá. Ástæðan er framkoma hans gegn einum leikmanni sínum í tapleik á móti Tennessee Titans á sunnudaginn. Hlauparinn Emari Demercado var aleinn og um það bil að hlaupa yfir endalínuna til að skora snertimark þegar hann sleppti boltanum í einhverjum töffaraskap. Dómararnir komust að því að hann hafði misst boltann áður en hann komst í markið. Cardinals hefði innsiglað sigurinn með þessu snertimarki en þess í stað missti liðið sjö stig og boltann. Tennessee Titans nýtti sér þetta, sneri við leiknum og tryggði sér endurkomusigur. Áður en að þeirri endurkomu kom þá trompaðist Jonathan Gannon þjálfari Cardinals á hliðarlínunni. Jonathan Gannon said yesterday Emari Demercado would not be punished for dropping the ball before reaching the end zone.Today, Gannon himself faces punishment for his outburst on the sideline.Here's what he said yesterday about his apology to Demercado and the team. https://t.co/mVZNdrvNsC pic.twitter.com/GIVJ8Kg0GI— Jake García (@Jake_M_Garcia) October 7, 2025 Hann strunsaði til Demercado sem var algjörlega miður sín. Það breytti ekki því að Gannon fór alveg upp að honum og las honum pistilinn. Hann hélt áfram reiðilestrinum þegar hann byrjaði að ganga frá Demercado og virtist lemja í hægri handlegg hlauparans. Á mánudaginn sagði Gannon að hann hefði beðið Demercado og leikmenn Cardinals afsökunar á liðsfundi þann daginn. „Ég sagði þeim bara að ég hefði látið augnablikið ná tökum á mér þarna,“ sagði Gannon. Gannon verður fyrsti aðalþjálfari NFL sem er sektaður fyrir deilur við leikmann síðan deildin sektaði þáverandi þjálfara Tampa Bay Buccaneers, Bruce Arians, um fimmtíu þúsund dollara fyrir að slá með hendinni í hjálm öryggisvarðarins Andrew Adams í umspilsleik í janúar 2022 gegn Philadelphia Eagles. Mistök Demercado reyndust dýrkeypt í 22-21 tapi Arizona. Hefði hann skorað hefði snertimarkið og aukastigið komið Arizona í 28-6 forystu þegar um 12:40 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Lið með 22 stiga forystu í fjórða leikhluta hafa unnið 1.276 leiki og tapað 1 á síðustu 25 tímabilum, samkvæmt rannsóknum ESPN. Arizona Cardinals coach Jonathan Gannon gotta be fire immediately You can't put hands on players like this. Because if a player did this he'd be out of the league immediately pic.twitter.com/HCYzmiUXZK— 112 Fighting Sports (@112FIGHTNSPORTS) October 6, 2025
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira