Lífið

Fór á skeljarnar eftir siglingu um Mið­jarðar­hafið

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Helgi fór á skeljarnar og bað Evu um að giftast sér. Hún sagði já.
Helgi fór á skeljarnar og bað Evu um að giftast sér. Hún sagði já.

Eva Pandóra Baldursdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrum þingmenn Pírata, eru trúlofuð eftir að Helgi fór á skeljarnar í Róm.

Eva Pandóra greinir frá fregnunum á Instagam í gær en þau hafa verið að ferðast um Miðjarðarhafið og stoppað við á Grikklandi og á Ítalíu.

„Eftir ævintýralega skemmtisiglingu um miðjarðarhaf nutum við Helgi dagsins í Róm þar sem hann fór á skeljarnar og því góða boði var ekki hægt að neita 💍❤️“ skrifar Eva í færslunni.

Eva Pandóra og Helgi Hrafn hafa verið par síðan 2023 en þau eiga það sameiginlegt að hafa bæði verið þingmenn Pírata, Helgi sat á þingi frá bæði 2013 til 2016 og frá 2017 til 2021 en hún var þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2016 til 2017.

Helgi á einn son úr fyrra hjónabandi með Ingu Auðbjörg Straumland en Eva á tvö börn úr fyrra sambandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.