Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 8. október 2025 18:02 Umræðan um Ruben Filipe Marques Amorim þjálfara Manchester United og sveigjanleika. Þegar þú ert þjálfari Manchester United þá færðu meiri athygli og umfjöllun en aðrir þjálfarar. Ég hef tekið eftir umræðunni undanfarið þar sem hann hefur fengið töluverða gagnrýni. Gagnrýnin beinist meðal annars að því að hann sé ósveigjanlegur í sínum þjálfunar aðferðum þ.e. að hann vilji einungis spila eitt ákveðið leikkerfi (343) sem margir vilja meina að henti ekki leikmannahópnum. Þegar leikir hafa tapast hefur því umræðan eðlilega snúist um það hvernig hann stillir upp liðinu og hvort hann sé að fá það besta úr leikmönnum liðsins. Það er auðsjáanlegt að Amorim kemur almennt vel fyrir. Hann er heiðarlegur í viðtölum og virðist búa yfir góðri samskiptafærni. Þá hefur hann verið óhræddur við að taka stórar ákvarðanir. Þó tel ég að hann mætti bæta líkamstjáningu sína á hliðarlínunni, það virðist einhvern veginn alltaf eins og hann sé að fá kvíðakast. Hann virkar óöruggur og stressaður. Sannarlega skiptir sveigjanleiki og hugrekki til að skipta um kúrs máli, hvort sem það er í lífinu sjálfu, sem stjórnandi eða sem þjálfari. Slík færni eykur lífsgæði, getur bætt andlega heilsu og gerir fólki auðveldara um vik að takast á við breytingar og áskoranir. Til dæmis tengist sveigjanleiki í hugsun meiri lífsánægju, betri andlegri heilsu og aukinni seiglu gagnvart mótlæti og streitu. Slíkir einstaklingar eiga auðveldara með að bregðast við óvæntum uppákomum í lífinu og eru líklegri til að tileinka sér gagnlegar lausnir til að ná settum markmiðum. Til þess að vera sveigjanlegur þurfa m.a. að vera til staðar eiginleikar eins og auðmýkt, góð samskiptafærni, umhyggja, getan til að setja sig í spor annarra og vilji til að viðurkenna mistök. Í vinnusálfræði hafa fræðimenn verið almennt sammála um að það þurfi ólíka leiðtogastíla fyrir mismunandi aðstæður og leiðtoginn þarf að geta greint hvenær hvaða stíll hentar hverju sinni. Slíkur leiðtogi þarf að geta breytt um aðferðir þegar í harðbakkann slær eða þegar aðstæður breytast. Hann þarf að geta skilið og áttað sig á þörfum teymisins/starfsfólks/liðsins. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á að farsælir leiðtogar eru þeir sem geta breytt um leiðtogastíl eftir aðstæðum hverju sinni, allt til þess að hámarka frammistöðu hópsins. Í vinnusálfræðinni er talað um sveigjanleika sem færni leiðtoga og/eða stjórnenda til að aðlaga hegðun sína, nálgun og stjórnunarstíl að ólíkum aðstæðum, verkefnum og þörfum. Slíkur leiðtogi festir sig ekki við eina ákveðna aðferð heldur er opnari fyrir því að velja og breyta um aðferð eftir því hvað hentar best hverju sinni. Slíkir leiðtogar eru einnig líklegri til að bregðast hraðar við breytingum og óvæntum aðstæðum. Sveigjanleiki er lykilþáttur þegar byggja á upp árangursríka skipulagsheild en einnig hvað varðar getu fyrirtækja og stjórnenda til að aðlagast aðstæðum. Þessi eiginleiki er sérstaklega mikilvægur þar sem breytingar eru örar og hraðar og þar sem mikil óvissa ríkir, líkt og raunin er í fótboltaumhverfinu. Hugtakið sveigjanleiki í vinnusálfræði hefur verið skilgreint á ýmsan hátt en í grunninn er talað um að leita að mismunandi aðferðum til að finna skynsamar eða hagkvæmar leiðir, t.d. í rekstri. Einnig er talað um hæfnina til að laga sig að breyttum aðstæðum og vera tilbúin til þess, en þannig eru fyrirtæki líklegri til að lifa af og þrífast í óvissu í umhverfinu. Ýmsir þættir í ytra umhverfi fyrirtækis verða til þess að enn meiri krafa er á aðlögunarhæfni og sveigjanleika. Í krísustjórnun til dæmis er sveigjanleiki stjórnenda nauðsynlegur, þar sem krísur eru oft ófyrirsjáanlegar og krefjast þess að stjórnendur geti lagað viðbrögð sín. Því má segja að sveigjanleiki sé eitt af lykileinkennum árangursríks leiðtoga, þar sem hlutirnir fara ekki eins og var áætlað og nýjar upplýsingar krefjast oft endurskoðunar á fyrri ákvörðunum eða aðferðum. Rannsóknir í íþróttasálfræði hafa sýnt að sveigjanlegur leiðtogastíll (flexible leadership) hjá þjálfurum hefur jákvæð áhrif á árangur, líðan og hvata íþróttafólks. Þeir þjálfarar eru líklegri til að aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni, þörfum liðsins og leikmanna. Þjálfarar sem eru með góða aðlögunarhæfni og eru sveigjanlegir eru líka tilbúnari til að hlusta á hugmyndir leikmanna, sýna auðmýkt, leita að nýjum tækifærum og lausnum. Þá hefur verið sýnt að jákvæð og sveigjanleg leiðsögn þjálfara getur ýtt undir góða liðsheild, traust en líka þrautseigju og seiglu íþróttafólks. Í viðtali sem birtist nýlega sagði Amorim að það vanti fleiri leiðtoga í liðið, sem er líklega rétt. En er Amorim sjálfur nógu öflugur leiðtogi til að leiða liðið áfram? Sem stuðningsmaður Manchester United þá vona ég það. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Enski boltinn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Ruben Filipe Marques Amorim þjálfara Manchester United og sveigjanleika. Þegar þú ert þjálfari Manchester United þá færðu meiri athygli og umfjöllun en aðrir þjálfarar. Ég hef tekið eftir umræðunni undanfarið þar sem hann hefur fengið töluverða gagnrýni. Gagnrýnin beinist meðal annars að því að hann sé ósveigjanlegur í sínum þjálfunar aðferðum þ.e. að hann vilji einungis spila eitt ákveðið leikkerfi (343) sem margir vilja meina að henti ekki leikmannahópnum. Þegar leikir hafa tapast hefur því umræðan eðlilega snúist um það hvernig hann stillir upp liðinu og hvort hann sé að fá það besta úr leikmönnum liðsins. Það er auðsjáanlegt að Amorim kemur almennt vel fyrir. Hann er heiðarlegur í viðtölum og virðist búa yfir góðri samskiptafærni. Þá hefur hann verið óhræddur við að taka stórar ákvarðanir. Þó tel ég að hann mætti bæta líkamstjáningu sína á hliðarlínunni, það virðist einhvern veginn alltaf eins og hann sé að fá kvíðakast. Hann virkar óöruggur og stressaður. Sannarlega skiptir sveigjanleiki og hugrekki til að skipta um kúrs máli, hvort sem það er í lífinu sjálfu, sem stjórnandi eða sem þjálfari. Slík færni eykur lífsgæði, getur bætt andlega heilsu og gerir fólki auðveldara um vik að takast á við breytingar og áskoranir. Til dæmis tengist sveigjanleiki í hugsun meiri lífsánægju, betri andlegri heilsu og aukinni seiglu gagnvart mótlæti og streitu. Slíkir einstaklingar eiga auðveldara með að bregðast við óvæntum uppákomum í lífinu og eru líklegri til að tileinka sér gagnlegar lausnir til að ná settum markmiðum. Til þess að vera sveigjanlegur þurfa m.a. að vera til staðar eiginleikar eins og auðmýkt, góð samskiptafærni, umhyggja, getan til að setja sig í spor annarra og vilji til að viðurkenna mistök. Í vinnusálfræði hafa fræðimenn verið almennt sammála um að það þurfi ólíka leiðtogastíla fyrir mismunandi aðstæður og leiðtoginn þarf að geta greint hvenær hvaða stíll hentar hverju sinni. Slíkur leiðtogi þarf að geta breytt um aðferðir þegar í harðbakkann slær eða þegar aðstæður breytast. Hann þarf að geta skilið og áttað sig á þörfum teymisins/starfsfólks/liðsins. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á að farsælir leiðtogar eru þeir sem geta breytt um leiðtogastíl eftir aðstæðum hverju sinni, allt til þess að hámarka frammistöðu hópsins. Í vinnusálfræðinni er talað um sveigjanleika sem færni leiðtoga og/eða stjórnenda til að aðlaga hegðun sína, nálgun og stjórnunarstíl að ólíkum aðstæðum, verkefnum og þörfum. Slíkur leiðtogi festir sig ekki við eina ákveðna aðferð heldur er opnari fyrir því að velja og breyta um aðferð eftir því hvað hentar best hverju sinni. Slíkir leiðtogar eru einnig líklegri til að bregðast hraðar við breytingum og óvæntum aðstæðum. Sveigjanleiki er lykilþáttur þegar byggja á upp árangursríka skipulagsheild en einnig hvað varðar getu fyrirtækja og stjórnenda til að aðlagast aðstæðum. Þessi eiginleiki er sérstaklega mikilvægur þar sem breytingar eru örar og hraðar og þar sem mikil óvissa ríkir, líkt og raunin er í fótboltaumhverfinu. Hugtakið sveigjanleiki í vinnusálfræði hefur verið skilgreint á ýmsan hátt en í grunninn er talað um að leita að mismunandi aðferðum til að finna skynsamar eða hagkvæmar leiðir, t.d. í rekstri. Einnig er talað um hæfnina til að laga sig að breyttum aðstæðum og vera tilbúin til þess, en þannig eru fyrirtæki líklegri til að lifa af og þrífast í óvissu í umhverfinu. Ýmsir þættir í ytra umhverfi fyrirtækis verða til þess að enn meiri krafa er á aðlögunarhæfni og sveigjanleika. Í krísustjórnun til dæmis er sveigjanleiki stjórnenda nauðsynlegur, þar sem krísur eru oft ófyrirsjáanlegar og krefjast þess að stjórnendur geti lagað viðbrögð sín. Því má segja að sveigjanleiki sé eitt af lykileinkennum árangursríks leiðtoga, þar sem hlutirnir fara ekki eins og var áætlað og nýjar upplýsingar krefjast oft endurskoðunar á fyrri ákvörðunum eða aðferðum. Rannsóknir í íþróttasálfræði hafa sýnt að sveigjanlegur leiðtogastíll (flexible leadership) hjá þjálfurum hefur jákvæð áhrif á árangur, líðan og hvata íþróttafólks. Þeir þjálfarar eru líklegri til að aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni, þörfum liðsins og leikmanna. Þjálfarar sem eru með góða aðlögunarhæfni og eru sveigjanlegir eru líka tilbúnari til að hlusta á hugmyndir leikmanna, sýna auðmýkt, leita að nýjum tækifærum og lausnum. Þá hefur verið sýnt að jákvæð og sveigjanleg leiðsögn þjálfara getur ýtt undir góða liðsheild, traust en líka þrautseigju og seiglu íþróttafólks. Í viðtali sem birtist nýlega sagði Amorim að það vanti fleiri leiðtoga í liðið, sem er líklega rétt. En er Amorim sjálfur nógu öflugur leiðtogi til að leiða liðið áfram? Sem stuðningsmaður Manchester United þá vona ég það. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar