Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar 8. október 2025 17:01 Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar