„Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 15:18 Luigi De Siervo, forstjóri Serie A, hefur svarað franska landsliðsmanninum. Getty/Domenico Cippitelli Franski landsliðsmaðurinn Adrien Rabiot er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Aserbaídsjan og Íslandi í undankeppni en notaði tækifærið til að gagnrýna harðlega þá ákvörðun Knattspyrnusambands Evrópu að leyfa leik í ítölsku deildinni að fara fram í Ástralíu í febrúar. Þar mætast AC Milan og Como en Rabiot er leikmaður AC Milan. Franski miðjumaðurinn lýsti því sem „algjörri geðveiki“ að fljúga í tuttugu klukkustundir hvora leið fyrir leikinn í Perth, sem er á tímabelti sex klukkustundum á undan Ítalíu. Þetta eiga leikmenn ítölsku liðanna að gera í mikilvægum mánuði á tímabilinu. Luigi De Siervo, forstjóri Serie A, hefur nú svarað Rabiot. Hann gaf það í skyn að Rabiot ætti ekki að gleyma því að honum er borgað fyrir að sinna hlutverki, sem er að spila fótbolta. De Siervo bætti því síðan við að NFL, NBA, Tour de France og Giro d'Italia fari reglulega til útlanda: „Þetta er gert til að styrkja vöruna, ekki veikja hana,“ sagði De Siervo. Á mánudaginn ákvað UEFA einnig með semingi að leyfa Barcelona að spila deildarleik í La Liga í Miami í desember. „Þetta snýst allt um fjárhagslega samninga og að veita deildinni sýnileika, sem er sett ofar okkur [leikmönnunum],“ sagði Rabiot við franska dagblaðið Le Figaro. „Það er mikið talað um leikjadagskrá og velferð leikmanna, en þetta virðist allt vera mjög fáránlegt. Það er klikkun að ferðast svona langt fyrir leik milli tveggja ítalskra liða í Ástralíu. Við verðum samt bara að aðlagast, eins og alltaf.“ „Rabiot ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar og styðja betur það sem vinnuveitandi hans, AC Milan, hefur samþykkt og þrýst á um, að láta þennan leik fara fram erlendis,“ bætti De Siervo við í samtali við fjölmiðla á þingi Samtaka evrópskra knattspyrnufélaga (EFC) á miðvikudaginn. „Toppleikmenn, sem fá greitt í samræmi við það vinnuálag sem þeir sinna, ættu að skilja betur en aðrir að þetta er fórn sem hægt er að færa.“ Ítalski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Þar mætast AC Milan og Como en Rabiot er leikmaður AC Milan. Franski miðjumaðurinn lýsti því sem „algjörri geðveiki“ að fljúga í tuttugu klukkustundir hvora leið fyrir leikinn í Perth, sem er á tímabelti sex klukkustundum á undan Ítalíu. Þetta eiga leikmenn ítölsku liðanna að gera í mikilvægum mánuði á tímabilinu. Luigi De Siervo, forstjóri Serie A, hefur nú svarað Rabiot. Hann gaf það í skyn að Rabiot ætti ekki að gleyma því að honum er borgað fyrir að sinna hlutverki, sem er að spila fótbolta. De Siervo bætti því síðan við að NFL, NBA, Tour de France og Giro d'Italia fari reglulega til útlanda: „Þetta er gert til að styrkja vöruna, ekki veikja hana,“ sagði De Siervo. Á mánudaginn ákvað UEFA einnig með semingi að leyfa Barcelona að spila deildarleik í La Liga í Miami í desember. „Þetta snýst allt um fjárhagslega samninga og að veita deildinni sýnileika, sem er sett ofar okkur [leikmönnunum],“ sagði Rabiot við franska dagblaðið Le Figaro. „Það er mikið talað um leikjadagskrá og velferð leikmanna, en þetta virðist allt vera mjög fáránlegt. Það er klikkun að ferðast svona langt fyrir leik milli tveggja ítalskra liða í Ástralíu. Við verðum samt bara að aðlagast, eins og alltaf.“ „Rabiot ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar og styðja betur það sem vinnuveitandi hans, AC Milan, hefur samþykkt og þrýst á um, að láta þennan leik fara fram erlendis,“ bætti De Siervo við í samtali við fjölmiðla á þingi Samtaka evrópskra knattspyrnufélaga (EFC) á miðvikudaginn. „Toppleikmenn, sem fá greitt í samræmi við það vinnuálag sem þeir sinna, ættu að skilja betur en aðrir að þetta er fórn sem hægt er að færa.“
Ítalski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira