„Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2025 10:27 Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir, framkvæmir kynfærauppbyggingu á bæði körlum og konum. Vísir/Egill Lýtalæknir sem sérhæfir sig í kynfærauppbyggingu framkvæmir eina til tvær typpastækkanir á mánuði. Litlum eða gröfnum typpum geta fylgt vandamál tengd hreinlæti, þvagláti og kynlífi. Margir upplifi lítið typpi sem fötlun. Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir hjá Læknahúsinu DeaMedica í Glæsibæ, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða typpastækkanir. Hannes hefur mikla reynslu af slíkum aðgerðum, hann var um árabil yfirlæknir yfir sviði kynfærauppbygginga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. „En þá erum við að tala um að langmestu leyti uppbyggingar eftir til dæmis slys, kynfæralimlestingu á konum, bílslys, krabbamein eða uppbyggingu vegna meðfæddra galla,“ segir hann. Einnig séu framkvæmdar slíkar aðgerðir í fegrunarskyni. Starfrænt geti það verið „fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi og getur valdið mikilli sálarangist,“ segir Hannes. En þetta er líffæri sem þú mátt ekki eiga mikið við þannig það virki áfram? „Það er númer eitt, tvö og þrjú að maður geri engan skaða þegar maður gerir svona aðgerðir og maður þarf að fara mjög varlega með þetta viðkvæma líffæri,“ segir Hannes. Lenging, fitusog og þykking Ýmsar aðgerðir hafa verið reyndar við stækkun á getnaðarlimum en Hannes segir helst beita lengingu og þykkingu. „Það sem mér og mínum helstu kollegum finnst virka best og er öruggast, er að gera lengingu og klippa á liðband sem hengir typpið upp við lífbeinið þannig maður nái svolítilli lengingu í slöku ástandi. Það hefur engin áhrif á lenginguna í reisn, í slöku ástandi fyrst og fremst. Svo að gera þykkingu með fitu frá sjúklingnum sjálfum,“ segir Hannes. Skurðlæknar framkvæma aðgerð á kynfærum.Getty Fitusog er þá framkvæmt á völdum stöðum og því sprautað inn í typpið. „Maður gerir fitusog og nær í fitu á einhverjum stöðum þar sem viðkomandi vill losna við hana, kviðnum eða hliðunum. Svo er fitan tekin út úr líkamanum, hún er hreinsuð og brotin niður þannig hún er meira fljótandi og svo er henni komið fyrir undir húðinni á typpinu,“ segir hann. Og þar er hún um ókomna tíð? „Maður er ánægður ef svona 50/60/70 prósent af þessum fitufrumum, sem maður flytur, lifir þennan flutning af. Það eru ekki allar fitufrumurnar sem lifa þetta af og mjög oft þarf að endurtaka aðgerðina til að fá betri árangur,“ segir Hannes. Endurtaka hana þá einhverjum árum seinna? „Hægt að fara af stað eftir sex til tólf mánuði, leyfa öllu að jafna sig og gera svo aðra umferð,“ segir hann. Hversu mikil aðgerð er þetta? „Ég segi körlum að þeir þurfi að vera góða tíu daga í rólegheitum og að jafna sig. En það eru ekki miklir verkir og flestir eru frekar hressir en aumir eftir þetta.“ Einn til tveir í mánuði Liðbandið sem er klippt við lenginguna hefur þá virkni að veita stöðugleika í kynlífi. „Þess vegna vara ég alla við því sem eru að koma í þessa aðgerð að það geti verið meiri óstöðugleiki í kynlífi. Það hefur samt ekki verið stórt vandamál, ég man ekki eftir því að hafa fengið kvörtun þess efnis að það hafi verið óstöðugleiki,“ segir Hannes. Aðgerðin sé ekki mjög algeng. „Ég er kannski að gera einn til tvo í mánuði, að hjálpa körlum sem eru með lítið typpi eða nánast grafið typpi. Það er vandamál hjá körlum sem eru of feitir eða hafa verið of feitir og það er mikil auka húð. Typpið getur þá nánast verið grafið inn, sem veldur miklum vandamálum með hreinlæti og þvaglát, gerir kynlíf mjög erfitt og því getur fylgt mikil skömm og jafnvel bara fötlun, þú vilt ekki fara í sund.“ Stundum hafi menn komið til Hannesar í von um lengingu en hann vísað þeim á brott því þörfin er ekki til staðar. Uppbyggingar eftir umskurð og fæðingarskaða Hannes framkvæmir einnig aðgerðir á konum og ástæðurnar fyrir þeim eru ýmsar „Ég er að gera skapabarmaaðgerðir hjá konum sem eru með mjög langa skapabarma sem valda óþægindum og uppbyggingu á konum sem hafa fengið einhvern fæðingarskaða, rifnað og jafnvel þurft að sauma,“ segir hann. Einnig geri hann uppbyggingar á konum sem hafa verið limlestar og umskornar. Slíkur umskurður er enn stórt vandamál og áætlar Alþjóða heilbrigðisstofnunin að það séu tvær til þrjár milljónir stúlkna sem séu umskornar árlega. „Það er ennþá venja úti í heimi, sérstaklega í Afríku, þar sem ungar stúlkur eru umskornar. Ég hef verið að hjálpa þeim, bæði hérna á Íslandi og svo fer ég reglulega út, fer í næstu viku til Svíþjóðar,“ segir hann. Er mikið um það hér? „Það er ekki mikið um það, nei. Ætli ég sé ekki búinn að gera þrjár eða fjórar aðgerðir hérna heima á konum sem hafa komið hingað sem flóttamenn,“ segir Hannes. Geturðu hjálpað þeim? „Já, það er hægt að hjálpa þeim. Þær eru oft með verki, mikinn örvef og það geta verið vandamál tengd því að fá fullnægingu. Yfirleitt er fremsti hluti snípsins skorinn af,“ segir hann. Ertu með lítið typpi? Hvernig hefur það áhrif á þitt daglega líf? Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur skilaboð hér. Heilbrigðismál Kynlíf Lýtalækningar Bítið Bylgjan Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir hjá Læknahúsinu DeaMedica í Glæsibæ, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða typpastækkanir. Hannes hefur mikla reynslu af slíkum aðgerðum, hann var um árabil yfirlæknir yfir sviði kynfærauppbygginga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. „En þá erum við að tala um að langmestu leyti uppbyggingar eftir til dæmis slys, kynfæralimlestingu á konum, bílslys, krabbamein eða uppbyggingu vegna meðfæddra galla,“ segir hann. Einnig séu framkvæmdar slíkar aðgerðir í fegrunarskyni. Starfrænt geti það verið „fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi og getur valdið mikilli sálarangist,“ segir Hannes. En þetta er líffæri sem þú mátt ekki eiga mikið við þannig það virki áfram? „Það er númer eitt, tvö og þrjú að maður geri engan skaða þegar maður gerir svona aðgerðir og maður þarf að fara mjög varlega með þetta viðkvæma líffæri,“ segir Hannes. Lenging, fitusog og þykking Ýmsar aðgerðir hafa verið reyndar við stækkun á getnaðarlimum en Hannes segir helst beita lengingu og þykkingu. „Það sem mér og mínum helstu kollegum finnst virka best og er öruggast, er að gera lengingu og klippa á liðband sem hengir typpið upp við lífbeinið þannig maður nái svolítilli lengingu í slöku ástandi. Það hefur engin áhrif á lenginguna í reisn, í slöku ástandi fyrst og fremst. Svo að gera þykkingu með fitu frá sjúklingnum sjálfum,“ segir Hannes. Skurðlæknar framkvæma aðgerð á kynfærum.Getty Fitusog er þá framkvæmt á völdum stöðum og því sprautað inn í typpið. „Maður gerir fitusog og nær í fitu á einhverjum stöðum þar sem viðkomandi vill losna við hana, kviðnum eða hliðunum. Svo er fitan tekin út úr líkamanum, hún er hreinsuð og brotin niður þannig hún er meira fljótandi og svo er henni komið fyrir undir húðinni á typpinu,“ segir hann. Og þar er hún um ókomna tíð? „Maður er ánægður ef svona 50/60/70 prósent af þessum fitufrumum, sem maður flytur, lifir þennan flutning af. Það eru ekki allar fitufrumurnar sem lifa þetta af og mjög oft þarf að endurtaka aðgerðina til að fá betri árangur,“ segir Hannes. Endurtaka hana þá einhverjum árum seinna? „Hægt að fara af stað eftir sex til tólf mánuði, leyfa öllu að jafna sig og gera svo aðra umferð,“ segir hann. Hversu mikil aðgerð er þetta? „Ég segi körlum að þeir þurfi að vera góða tíu daga í rólegheitum og að jafna sig. En það eru ekki miklir verkir og flestir eru frekar hressir en aumir eftir þetta.“ Einn til tveir í mánuði Liðbandið sem er klippt við lenginguna hefur þá virkni að veita stöðugleika í kynlífi. „Þess vegna vara ég alla við því sem eru að koma í þessa aðgerð að það geti verið meiri óstöðugleiki í kynlífi. Það hefur samt ekki verið stórt vandamál, ég man ekki eftir því að hafa fengið kvörtun þess efnis að það hafi verið óstöðugleiki,“ segir Hannes. Aðgerðin sé ekki mjög algeng. „Ég er kannski að gera einn til tvo í mánuði, að hjálpa körlum sem eru með lítið typpi eða nánast grafið typpi. Það er vandamál hjá körlum sem eru of feitir eða hafa verið of feitir og það er mikil auka húð. Typpið getur þá nánast verið grafið inn, sem veldur miklum vandamálum með hreinlæti og þvaglát, gerir kynlíf mjög erfitt og því getur fylgt mikil skömm og jafnvel bara fötlun, þú vilt ekki fara í sund.“ Stundum hafi menn komið til Hannesar í von um lengingu en hann vísað þeim á brott því þörfin er ekki til staðar. Uppbyggingar eftir umskurð og fæðingarskaða Hannes framkvæmir einnig aðgerðir á konum og ástæðurnar fyrir þeim eru ýmsar „Ég er að gera skapabarmaaðgerðir hjá konum sem eru með mjög langa skapabarma sem valda óþægindum og uppbyggingu á konum sem hafa fengið einhvern fæðingarskaða, rifnað og jafnvel þurft að sauma,“ segir hann. Einnig geri hann uppbyggingar á konum sem hafa verið limlestar og umskornar. Slíkur umskurður er enn stórt vandamál og áætlar Alþjóða heilbrigðisstofnunin að það séu tvær til þrjár milljónir stúlkna sem séu umskornar árlega. „Það er ennþá venja úti í heimi, sérstaklega í Afríku, þar sem ungar stúlkur eru umskornar. Ég hef verið að hjálpa þeim, bæði hérna á Íslandi og svo fer ég reglulega út, fer í næstu viku til Svíþjóðar,“ segir hann. Er mikið um það hér? „Það er ekki mikið um það, nei. Ætli ég sé ekki búinn að gera þrjár eða fjórar aðgerðir hérna heima á konum sem hafa komið hingað sem flóttamenn,“ segir Hannes. Geturðu hjálpað þeim? „Já, það er hægt að hjálpa þeim. Þær eru oft með verki, mikinn örvef og það geta verið vandamál tengd því að fá fullnægingu. Yfirleitt er fremsti hluti snípsins skorinn af,“ segir hann. Ertu með lítið typpi? Hvernig hefur það áhrif á þitt daglega líf? Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur skilaboð hér.
Ertu með lítið typpi? Hvernig hefur það áhrif á þitt daglega líf? Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur skilaboð hér.
Heilbrigðismál Kynlíf Lýtalækningar Bítið Bylgjan Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira