Innlent

Leit að meintum brennuvargi engu skilað

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögregla hefur málið til rannsóknar.
Lögregla hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm

Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu.

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson aðalvarðstjóri á Selfossi í samtali við Vísi. Fréttastofa ræddi við íbúa í húsinu sem er að Fossvegi í lok september. Þá hafði eldur komið upp í húsinu þrisvar sinnum á einni viku. Engir eldsvoðar hafa komið upp í húsinu síðan.

Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Eldri hjón sem fréttastofa ræddi við lýstu ógnarástandi í húsinu og sögðust dauðhrædd um líf sitt og heilsu.

Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði svo í ruslageymslu og síðan aftur rúmri viku síðar. Lögregla hefur sagst líta málið alvarlegum augum.


Tengdar fréttir

Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða

Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×