Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Kári Mímisson skrifar 9. október 2025 22:02 Stefán Árnason er nú aðalþjálfari Aftureldingar. vísir/Viktor Freyr Stefán Árnason, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur með 10 marka tap liðsins gegn Val á Hlíðarenda í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. „Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
„Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira