Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:02 Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri. Gigtarsjúkdómar hrjá um fimmtung landsmanna og geta haft víðtæk áhrif á daglegt líf, vinnugetu og lífsgæði. Snemmgreining og skilvirk meðferð geta skipt sköpum til að draga úr einkennum, hægja á framvindu sjúkdómsins og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. Alþjóðlegi gigtardagurinn er haldinn hátíðlegur 12. október ár hvert og er kjörið tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þjónustu við gigtarsjúklinga. Greining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá sérfræðingum í gigtarlækningum, bæði á Landspítala og á stofum sjálfstætt starfandi. Sem liður í að stytta biðtíma á göngudeild gigtar á Landspítala hefur undanfarið verið boðið upp á liðskimun, sem felur í sér stutta komu þar sem einblínt er á skoðun á liðum með og án ómtækis í leit að liðbólgum. Með þessu móti er reynt að nýta betur þá forvinnu sem heimilislæknar framkvæma í von um hraðari greiningu og meðferð. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar eru meðal annarra heilbrigðisstétta sem auk lækna vinna saman að því að styðja við einstaklinginn með markvissri meðferð og fræðslu. Einnig er vert að nefna Gigtarfélag Íslands, sem allt frá árinu 1976 hefur staðið vörð um hagsmuni gigtarsjúklinga en félagið sinnir öflugu fræðslu- og stuðningsstarfi, heldur námskeið, opna fræðslufundi og býður upp á jafningjastuðning í gegnum sjúklingahópa. Fjöldi og hæfni fagfólks skiptir sköpum fyrir gæði þjónustunnar og aðgengi að henni. Stöðugt er unnið að slíkri uppbyggingu. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins 12. október skulum við standa saman um að auka vitund, bæta þjónustu og styðja þau sem þjást af gigt. Höfundur er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri. Gigtarsjúkdómar hrjá um fimmtung landsmanna og geta haft víðtæk áhrif á daglegt líf, vinnugetu og lífsgæði. Snemmgreining og skilvirk meðferð geta skipt sköpum til að draga úr einkennum, hægja á framvindu sjúkdómsins og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. Alþjóðlegi gigtardagurinn er haldinn hátíðlegur 12. október ár hvert og er kjörið tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þjónustu við gigtarsjúklinga. Greining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá sérfræðingum í gigtarlækningum, bæði á Landspítala og á stofum sjálfstætt starfandi. Sem liður í að stytta biðtíma á göngudeild gigtar á Landspítala hefur undanfarið verið boðið upp á liðskimun, sem felur í sér stutta komu þar sem einblínt er á skoðun á liðum með og án ómtækis í leit að liðbólgum. Með þessu móti er reynt að nýta betur þá forvinnu sem heimilislæknar framkvæma í von um hraðari greiningu og meðferð. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar eru meðal annarra heilbrigðisstétta sem auk lækna vinna saman að því að styðja við einstaklinginn með markvissri meðferð og fræðslu. Einnig er vert að nefna Gigtarfélag Íslands, sem allt frá árinu 1976 hefur staðið vörð um hagsmuni gigtarsjúklinga en félagið sinnir öflugu fræðslu- og stuðningsstarfi, heldur námskeið, opna fræðslufundi og býður upp á jafningjastuðning í gegnum sjúklingahópa. Fjöldi og hæfni fagfólks skiptir sköpum fyrir gæði þjónustunnar og aðgengi að henni. Stöðugt er unnið að slíkri uppbyggingu. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins 12. október skulum við standa saman um að auka vitund, bæta þjónustu og styðja þau sem þjást af gigt. Höfundur er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á Landspítala.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun