Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Arnar Skúli Atlason skrifar 11. október 2025 14:17 vísir/guðmundur Tindastóll og FHL áttust við á Sauðárkróki fyrr í dag. Liðin eru bæði fallin úr Bestu deild kvenna og því um kveðjuleik þeirra að ræða. Tindastóll kvaddi deildina með flottum hætti og vann leikinn 5-2. Tindastóll byrjaði betur í dag og vorum meira með boltann og voru að skipta vel á milli kanta. FHL voru meira að loka svæðum og reyndu að sækja hratt. Það var Tindastóll sem skoraði fyrsta mark leiksins á 8 mínútu þegar fyrirgjöf Maríu Dögg fór í gegnum alla vörnina og framhjá markmanni FHL og Elísa Bríet renndi sér á hann og kom honum yfir línum. Tindastóll hélt áfram og á 12 mínútu leiksins var orðið 2-0 þegar hornspyrna Elísu Bríetar endaði á kollinum á varnar jaxlinum Nicola Hauk sem skallaði boltann örugglega í netið. Eftir þetta hresstist aðeins leikur FHL og Tindastóll féllu aftar á völlinn. FHL náðu að nýta sér það á 24 mínutu eftir mistök Tindastóls. Hornspyrna Calliste Brookshire fór beint í fangið á Genevieve Crenshaw sem missti boltann fyrir fætur Christu Björgu Andrésdóttir sem rúllaði boltanum í netið. FHL hömruðu járnið á meðan það var heitt og á 29 mínútu leiksins voru þær búnar að jafna. þegar upp úr engu slapp Calliste Brookshire í gegnum vörn Tindastóls og labbaði framhjá markmanninum í markinu og lagði boltann í opið markið. FHL pressaði aðeins eftir þetta áður en Tindastóll komst yfir aftur á 39 mínútu þegar glæsileg aukaspyrna Elísu Bríetar endaði á enninu á Maríu Dögg sem sneiddi boltann í slánna inn og heima konur leiddu 3-2 í hálfleik. Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn heldur sterkt því á 48 mínútu voru þær búnar að bæta við marki þegar Nicola Hauk kemst upp kantinn og sendir boltann fyrir Hrafnhildur Salka reyndi skot sem endaði á Elísu Bríeti sem þrumaði boltanum í netið. Á 72 mínútu bættu Tindastóll við þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir keyrði upp vinstri kanntin og setti boltann fyrir markið þar sem Hrafnhildur Salka mætti á svæðið og setti boltann í netið í baráttu við varnamann FHL. Eftir þetta fjaraði leikurinn alveg út og enginn dauðafæri litu dagsins ljós. Tindastóll sigldi þessu þægilega heim í dag 5-2. Atvik leiksins Markið hennar Elísu Bríetar í upphafi seinni hálfleiks drap leikinn. Eftir þetta var þetta frekar þægilegur dagur á skrifstofunni hjá TIndastól. Stjörnur og skúrkar Hjá Tindastól var Elísa Bríet og María Dögg voru frábærar í dag. Elísa með tvö mörk og tvær stoðsendingar og María Dögg skoraði eitt mark og lagði upp tvö í dag. Heilt yfir góð frammistaða í dag hjá liði Tindastóls. Hjá FHL var Björg Gunnlaugsdóttir frískust í dag en annars áttu samherjar hennar ekki góðan dag. Stemmning og umgjörð Ágætis mæting var í dag og veðrið var gott. Logn og rigning frábært veður til knattspyrnuiðkunnar. Dómarar (6) Sveinn og félagar hafa átt betri dag. Annað mark FHL var rangstaða og svo voru ýmis brot sem voru ranglega dæmd. Besta deild kvenna Tindastóll FHL
Tindastóll og FHL áttust við á Sauðárkróki fyrr í dag. Liðin eru bæði fallin úr Bestu deild kvenna og því um kveðjuleik þeirra að ræða. Tindastóll kvaddi deildina með flottum hætti og vann leikinn 5-2. Tindastóll byrjaði betur í dag og vorum meira með boltann og voru að skipta vel á milli kanta. FHL voru meira að loka svæðum og reyndu að sækja hratt. Það var Tindastóll sem skoraði fyrsta mark leiksins á 8 mínútu þegar fyrirgjöf Maríu Dögg fór í gegnum alla vörnina og framhjá markmanni FHL og Elísa Bríet renndi sér á hann og kom honum yfir línum. Tindastóll hélt áfram og á 12 mínútu leiksins var orðið 2-0 þegar hornspyrna Elísu Bríetar endaði á kollinum á varnar jaxlinum Nicola Hauk sem skallaði boltann örugglega í netið. Eftir þetta hresstist aðeins leikur FHL og Tindastóll féllu aftar á völlinn. FHL náðu að nýta sér það á 24 mínutu eftir mistök Tindastóls. Hornspyrna Calliste Brookshire fór beint í fangið á Genevieve Crenshaw sem missti boltann fyrir fætur Christu Björgu Andrésdóttir sem rúllaði boltanum í netið. FHL hömruðu járnið á meðan það var heitt og á 29 mínútu leiksins voru þær búnar að jafna. þegar upp úr engu slapp Calliste Brookshire í gegnum vörn Tindastóls og labbaði framhjá markmanninum í markinu og lagði boltann í opið markið. FHL pressaði aðeins eftir þetta áður en Tindastóll komst yfir aftur á 39 mínútu þegar glæsileg aukaspyrna Elísu Bríetar endaði á enninu á Maríu Dögg sem sneiddi boltann í slánna inn og heima konur leiddu 3-2 í hálfleik. Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn heldur sterkt því á 48 mínútu voru þær búnar að bæta við marki þegar Nicola Hauk kemst upp kantinn og sendir boltann fyrir Hrafnhildur Salka reyndi skot sem endaði á Elísu Bríeti sem þrumaði boltanum í netið. Á 72 mínútu bættu Tindastóll við þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir keyrði upp vinstri kanntin og setti boltann fyrir markið þar sem Hrafnhildur Salka mætti á svæðið og setti boltann í netið í baráttu við varnamann FHL. Eftir þetta fjaraði leikurinn alveg út og enginn dauðafæri litu dagsins ljós. Tindastóll sigldi þessu þægilega heim í dag 5-2. Atvik leiksins Markið hennar Elísu Bríetar í upphafi seinni hálfleiks drap leikinn. Eftir þetta var þetta frekar þægilegur dagur á skrifstofunni hjá TIndastól. Stjörnur og skúrkar Hjá Tindastól var Elísa Bríet og María Dögg voru frábærar í dag. Elísa með tvö mörk og tvær stoðsendingar og María Dögg skoraði eitt mark og lagði upp tvö í dag. Heilt yfir góð frammistaða í dag hjá liði Tindastóls. Hjá FHL var Björg Gunnlaugsdóttir frískust í dag en annars áttu samherjar hennar ekki góðan dag. Stemmning og umgjörð Ágætis mæting var í dag og veðrið var gott. Logn og rigning frábært veður til knattspyrnuiðkunnar. Dómarar (6) Sveinn og félagar hafa átt betri dag. Annað mark FHL var rangstaða og svo voru ýmis brot sem voru ranglega dæmd.
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn