Danir fóru létt með Grikki Árni Jóhannsson skrifar 12. október 2025 18:16 Rasmus Højlund kemur Danmörku yfir gegn Grikklandi. getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Danmörk tyllti sér á topp C-riðils í undankeppni HM 2026 og færist nær lokakeppninni með sigri á Grikklandi á Parken. Leikurinn fór 3-1 en Danir voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Rasmus Højlund kom Dönum yfir á 21. mínútu en Danmörk gerði út um leikinn á tveimur mínútum í lok fyrri hálfleiks. Joachim Andersen tvöfaldaði forskotið á 40. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mikkel Damsgaard en Damsgaard átti eftir að skora um mínútu síðar. Þá voru Grikkir að leika sér að eldinum og skölluðu boltann beint á Dani á eigin vallarhelming og boltinn bars til Damsgaard sem skilaði boltanum í netið. Grikkland klóraði í bakkann í seinni hálfleik en átti ekki erindi sem erfiði. Lokastaðan 3-1 og Danmörk kom sér í 10 stig á toppi C riðils í undankeppni HM 2026. Danmörk og Skotland eru jöfn að stigum og búin að tryggja sér efstu tvö sæti riðilsins. Liðin mætast í lokaleik riðilsins þann 18. nóvember sem verður líklega úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. HM 2026 í fótbolta
Danmörk tyllti sér á topp C-riðils í undankeppni HM 2026 og færist nær lokakeppninni með sigri á Grikklandi á Parken. Leikurinn fór 3-1 en Danir voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Rasmus Højlund kom Dönum yfir á 21. mínútu en Danmörk gerði út um leikinn á tveimur mínútum í lok fyrri hálfleiks. Joachim Andersen tvöfaldaði forskotið á 40. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mikkel Damsgaard en Damsgaard átti eftir að skora um mínútu síðar. Þá voru Grikkir að leika sér að eldinum og skölluðu boltann beint á Dani á eigin vallarhelming og boltinn bars til Damsgaard sem skilaði boltanum í netið. Grikkland klóraði í bakkann í seinni hálfleik en átti ekki erindi sem erfiði. Lokastaðan 3-1 og Danmörk kom sér í 10 stig á toppi C riðils í undankeppni HM 2026. Danmörk og Skotland eru jöfn að stigum og búin að tryggja sér efstu tvö sæti riðilsins. Liðin mætast í lokaleik riðilsins þann 18. nóvember sem verður líklega úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.