Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2025 12:16 Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn í Mýrdalshreppi um helgina. Helga Þorbergsdóttir Það iðar allt af lífi og fjöri þar sem gleðin er í fyrirrúmi í Vík í Mýrdal um helgina því þar fer fram Regnbogahátíð, sem er samfélagshátíð íbúa í Mýrdalshreppi. Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn og hefur dagskrá hátíðarinnar sjaldan verið eins glæsileg og í ár. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og líkur með tónleikum síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina. „Þemað í ár er einmitt gleðin og krafturinn, sem býr í samfélaginu þannig að þú getur ímyndað þér hvað það er gaman hjá okkur hérna“, segir Harpa Elín. Og hvað eruð þið aðallega að gera á þessari hátíð? „Við erum að hittast og vera saman og búa til samfélag og hafa gaman saman,“ segir hún. Í gærkvöldi var til dæmis boðið upp á matarsmakk í íþróttahúsinu þar sem gestir fengu að smakka á réttum frá mörgum þjóðlöndum en stór hluti íbúa í Vík eru af erlendu bergi brotnir. „Svo ætlar hún að koma til okkar hún Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Stása en hún ætlar að taka helgistund og samverustund með séra Jóhönnu í kirkjunni okkar en Yuichi Yoshimoto mun spila undir hjá henni á píanó en það er tónlistarkennarinn okkar og mikill snillingur,“ segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina og heldur m.a. utan um dagskrá hátíðarinnar.Helga Þorbergsdóttir Ari Eldjárn lýkur svo deginum með uppistandi í kvöld og strax á eftir verður Regnbogasamsöngur íbúa. Dagskráin verður líka mjög fjölbreytt á morgun sunnudag en Kammerkór tónlistarskólans í Vík mun syngja í Icewear og Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal við Vík mun bjóða upp á göngu að steinskipinu svo eitthvað sé nefnt. „Svo á Hótel Kríu er hinn klassíska hátíðarstunda en þá verður glæsilegt hátíðarkaffi, sem hótelin hérna skiptast á að bjóða hátíðargestum á,“ segir Harpa Elín hjá Kötlusetrinu í Vík um leið og hún bætir við að síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar verður klukkan fimm á morgun í Víkurkirkju þar sem Kammerkór tónlistarskóla Mýrdalshrepps, Björn Thoroddsen gítarleikari og Hera Björk Þórhallsdóttir verða með fría tónleika. Gleðin verður við völd í Vík í Mýrdal um helgina, því lofar Harpa Elín. Helga Þorbergsdóttir Facebooksíða hátíðarinnar Mýrdalshreppur Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn og hefur dagskrá hátíðarinnar sjaldan verið eins glæsileg og í ár. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og líkur með tónleikum síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina. „Þemað í ár er einmitt gleðin og krafturinn, sem býr í samfélaginu þannig að þú getur ímyndað þér hvað það er gaman hjá okkur hérna“, segir Harpa Elín. Og hvað eruð þið aðallega að gera á þessari hátíð? „Við erum að hittast og vera saman og búa til samfélag og hafa gaman saman,“ segir hún. Í gærkvöldi var til dæmis boðið upp á matarsmakk í íþróttahúsinu þar sem gestir fengu að smakka á réttum frá mörgum þjóðlöndum en stór hluti íbúa í Vík eru af erlendu bergi brotnir. „Svo ætlar hún að koma til okkar hún Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Stása en hún ætlar að taka helgistund og samverustund með séra Jóhönnu í kirkjunni okkar en Yuichi Yoshimoto mun spila undir hjá henni á píanó en það er tónlistarkennarinn okkar og mikill snillingur,“ segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina og heldur m.a. utan um dagskrá hátíðarinnar.Helga Þorbergsdóttir Ari Eldjárn lýkur svo deginum með uppistandi í kvöld og strax á eftir verður Regnbogasamsöngur íbúa. Dagskráin verður líka mjög fjölbreytt á morgun sunnudag en Kammerkór tónlistarskólans í Vík mun syngja í Icewear og Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal við Vík mun bjóða upp á göngu að steinskipinu svo eitthvað sé nefnt. „Svo á Hótel Kríu er hinn klassíska hátíðarstunda en þá verður glæsilegt hátíðarkaffi, sem hótelin hérna skiptast á að bjóða hátíðargestum á,“ segir Harpa Elín hjá Kötlusetrinu í Vík um leið og hún bætir við að síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar verður klukkan fimm á morgun í Víkurkirkju þar sem Kammerkór tónlistarskóla Mýrdalshrepps, Björn Thoroddsen gítarleikari og Hera Björk Þórhallsdóttir verða með fría tónleika. Gleðin verður við völd í Vík í Mýrdal um helgina, því lofar Harpa Elín. Helga Þorbergsdóttir Facebooksíða hátíðarinnar
Mýrdalshreppur Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira