Sport

Martin skoraði 11 stig í naumu tapi

Árni Jóhannsson skrifar
Martin Hermannsson skoraði 11 stig í leiknum í kvöld.
Martin Hermannsson skoraði 11 stig í leiknum í kvöld. Vísir / Getty

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fóru í heimsókn til Würzburg í þriðju umferð þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn höfðu leitt lengst af en Würzburg fór að lokum með sigur af hólmi 96-92.

Martin spilaði um 16 mínútur í leiknum og skoraði 11 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast en það dugði ekki til að landa sigrinum. Heimamenn höfðu haft undirtökin lengst af en þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum komst Alba Berlín yfir í stöðun 91-92. Heimamenn hinsvegar skoruðu síðustu fjögur stig leiksins og fögnuðu sigri.

Würzburg er meðal efstu liða en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína það sem af er. Alba hefur ekki farið nógu hratt af stað en hafa unnið einn af þremur leikjum sínum og sitja 9. sæti deildarinnar.

Martin er að skila 14 stigum og fimm stoðsendingum á um 22 mínútum það sem af er tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×