Fótbolti

Ás­dís Karen skoraði í langþráðum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Karen Halldórsdóttir opnaði markareikning sinn í portúgölsku deildinni í dag.
Ásdís Karen Halldórsdóttir opnaði markareikning sinn í portúgölsku deildinni í dag. @scbragafeminino

Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Braga í góðum útisigri í portúgölsku deildinni í dag.

Braga komst í 3-0 í fyrri hálfleik og vann leikinn á endanum 5-2.

Ásdís Karen var í byrjunarliði Braga og skoraði fimmta mark liðsins á 77. mínútu.

Landsliðsmiðvörðurinn Guðrún Arnardóttir byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik.

Þetta var fyrsta deildarmark Ásdísar síðan hún kom til Braga frá spænska félaginu Madrid C.W.

Eftir þennan sigur er Braga í sjötta sætinu en þetta var fyrsti deildarsigur liðsins á tímabilinu í fjórðu tilraun. Liðið var á botninum fyrir leikinn og þetta var því langþráður og lífsnauðsynlegur sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×