Veður

Tuttugu stig á nokkrum stöðum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hiti mældist 21,2 stig á Borgarfirði eystri.
Hiti mældist 21,2 stig á Borgarfirði eystri. Vísir/Sigurjón

Hitatölur náðu tuttugu stigum á nokkrum stöðum á Austurlandi í dag. Átta ár eru síðan hiti mældist rauf tuttugu gráða múrinn í október. 

Frá þessu greinir Einar Sveinbjörnsson í Facebookfærslu. Á veðurstöðinni í Bakkagerði mældust að hans sögn 21,2 gráður í dag. Hann hefur eftir Sigurði Þór Guðjónssyni að um dægurmet fyrir 12. október ræði. 

Hann rekur að síðast mældust tuttugu gráður í október árið 2017, þá á veðurstöð við Kvísker á Suðausturlandi og þar áður árið 2013 á Reyðarfirði. 

Hann segir hlýtt loft frá Asóreyjum hafa undanfarna daga borist í átt að landinu og muni gera áfram næstu daga. Víðast hvar á landinu nær hiti tveggja stafa tölu næstu tvo daga samkvæmt langtímaspá Veðurstofunnar


Tengdar fréttir

Allt að 18 stig í dag

Í dag verður minnkandi suðvestanátt, 5-10 m/s síðdegis. Rigning eða þokusúld með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðausturlandi. Styttir upp norðan- og vestantil þegar líður á daginn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×