Sport

Sanchez sleppt úr haldi

Árni Jóhannsson skrifar
Mark Sanchez í leik með Washington Redskins eins og liðið hét þá.
Mark Sanchez í leik með Washington Redskins eins og liðið hét þá. Vísir / Getty

Mark Sanchez, fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni og núverandi lýsandi hjá Fox, var sleppt úr haldi lögreglunnar í Indianapolis fyrr í dag. Hann hafði verið handtekinn fyrir viku síðan eftir slagsmál í Indiana og verið í gæsluvarðhaldi síðan.

Sanchez verður ákærður fyrir líkamsárás en hann réðst að 69 ára gömlum flutningabílstjóra eftir deilur um bílastæði fyrir utan hótel. Sanchez sem sagður er hafa angað af áfengi réðist að Perry Tole bílstjóra sem dró upp hníf til að verja sig eftir að hafa notað piparsprey til að verja sig en Sanchez fór inn í bílinn hjá Tole, varnaði honum sjálfum aðgöngu og ýtti honum út úr bílnum. Hnífinn notaði hann til að stinga Sanchez sem þurfti að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi þar sem hann var handtekinn.

Tole hefur lagt fram lögsókn á hendur Sanchez vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut af aðgerðum Sanchez sem hlaut stungusár í búkinn. Tole hefur birt myndir af sér í hálskraga og með skurð á andliti.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×