Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Starri Freyr Jónsson skrifar 14. október 2025 09:32 Valahnúkur stendur skammt frá Reykjanesvita en svæðið er vinsæll áfangastaður meðal erlendra ferðamanna. Mynd/Markaðsstofa Reykjaness. Stutt er síðan úrval gisti- og veitingastaða var af mjög skornum skammti á Reykjanesi. Með vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, sem margir stoppa lengur á Reykjanesi og gista jafnvel eina nótt, hefur fjöldi gististaða, veitingahúsa og afþreyingarfyrirtækja sem stíla inn á erlenda ferðamenn og þjónusta fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjölgað mikið þar undanfarinn áratug. Sjö þessara fyrirtækja prýða nú lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2025. Það eru Hótel Keilir, Happy Campers, Kiwi veitingar (Soho), PL Veitingar (Olsen Olsen), Konvin hótel og Camper Iceland. Bein útsending verður á Vísi frá verðlaunaviðburði Creditinfo sem fram fer 30. október. Þuríður H. Aradóttir Braun er forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness. „Það hefur verið stöðug fjölgun ferðamanna inn á Reykjanes á síðustu árum. Miðað við þær tölur sem eru komnar inn fyrir árið 2025, þá eru um 67% erlendra ferðamanna sem koma til landsins að heimsækja Reykjanesið en aðeins um 18% þeirra gista í það minnsta eina nótt,“ segir Þuríður H. Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness. „Árið 2024 voru það 50% sem komu inn á svæðið og 16% sem dvöldu í það minnsta eina nótt. Þannig að fjöldinn er upp á við hjá okkur en í því sambandi má nefna að vefur okkar, visitreykjanes.is, er í dag einn vinsælasti opinberi ferðavefur landsins.“ Litadýrðin við Gunnuhver er mögnuð. Mynd/Markaðsstofa Reykjaness. Hún segir Markaðsstofuna vinna að því að hvetja ferðamenn til að bæta við auka nótt í gistingu en það getur skapað miklar tekjur inn til svæðisins. „Það hefur verið reiknað út að ef við náum að hækka meðaltal gistinótta um 0,5 nótt, þá getur það skapað tekjur upp á rúmlega þrjá milljarða fyrir svæðið. Það er þá miðað við að með auka nótt þurfi eða hafi gestir tök á að nýta betur þá þjónustu sem er í boði á svæðinu. Í dag starfar um 27% vinnuafls á Suðurnesjum í ferðaþjónustu á svæðinu þannig að sú tala gæti hækkað jafnt og þétt á næstu árum.“ Það hefur verið reiknað út að ef við náum að hækka meðaltal gistinótta um 0,5 nótt, þá getur það skapað tekjur upp á rúmlega þrjá milljarða fyrir svæðið. Það er mikið ævintýri að labba upp á Grænudyngju og Trölladyngju sem eru staðsett á miðju Reykjanesi, skammt frá Keili.Mynd/Þráinn Kolbeinsson. Fyrirtæki í ferðaþjónustu greina líka aukinn áhuga svæðinu eftir að nýtt gosskeið hófst á Reykjanesskaganum í mars 2021 eftir tæplega 800 ára hlé. „Vissulega hafa atburðirnir haft þau áhrif að einhverjir hættu við Íslandsferð eða gerðu breytingar á henni, en á móti hefur þetta staðsett okkur í dagskrá gesta sem ætla sér að heimsækja landið. Við erum ekki lengur afgangsstærð í plönum gesta, heldur miklu frekar orðinn áfangastaður sem þau verða að heimsækja. Þessari þróun getur tekið áfangastaði tugi ára að ná en hér tókst það á 3-5 árum.“ Rætt verður við fulltrúa nokkurra þessara sjö fyrirtækja í grein sem birtist hér á Vísi seinna í dag. Umfjöllun um Framúrskarandi fyrirtæki er unnin í samstarfi við Creditinfo. Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Sýn Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skilmálar ógiltir að hluta en bankinn sýknaður að öðru leyti Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Sjö þessara fyrirtækja prýða nú lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2025. Það eru Hótel Keilir, Happy Campers, Kiwi veitingar (Soho), PL Veitingar (Olsen Olsen), Konvin hótel og Camper Iceland. Bein útsending verður á Vísi frá verðlaunaviðburði Creditinfo sem fram fer 30. október. Þuríður H. Aradóttir Braun er forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness. „Það hefur verið stöðug fjölgun ferðamanna inn á Reykjanes á síðustu árum. Miðað við þær tölur sem eru komnar inn fyrir árið 2025, þá eru um 67% erlendra ferðamanna sem koma til landsins að heimsækja Reykjanesið en aðeins um 18% þeirra gista í það minnsta eina nótt,“ segir Þuríður H. Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness. „Árið 2024 voru það 50% sem komu inn á svæðið og 16% sem dvöldu í það minnsta eina nótt. Þannig að fjöldinn er upp á við hjá okkur en í því sambandi má nefna að vefur okkar, visitreykjanes.is, er í dag einn vinsælasti opinberi ferðavefur landsins.“ Litadýrðin við Gunnuhver er mögnuð. Mynd/Markaðsstofa Reykjaness. Hún segir Markaðsstofuna vinna að því að hvetja ferðamenn til að bæta við auka nótt í gistingu en það getur skapað miklar tekjur inn til svæðisins. „Það hefur verið reiknað út að ef við náum að hækka meðaltal gistinótta um 0,5 nótt, þá getur það skapað tekjur upp á rúmlega þrjá milljarða fyrir svæðið. Það er þá miðað við að með auka nótt þurfi eða hafi gestir tök á að nýta betur þá þjónustu sem er í boði á svæðinu. Í dag starfar um 27% vinnuafls á Suðurnesjum í ferðaþjónustu á svæðinu þannig að sú tala gæti hækkað jafnt og þétt á næstu árum.“ Það hefur verið reiknað út að ef við náum að hækka meðaltal gistinótta um 0,5 nótt, þá getur það skapað tekjur upp á rúmlega þrjá milljarða fyrir svæðið. Það er mikið ævintýri að labba upp á Grænudyngju og Trölladyngju sem eru staðsett á miðju Reykjanesi, skammt frá Keili.Mynd/Þráinn Kolbeinsson. Fyrirtæki í ferðaþjónustu greina líka aukinn áhuga svæðinu eftir að nýtt gosskeið hófst á Reykjanesskaganum í mars 2021 eftir tæplega 800 ára hlé. „Vissulega hafa atburðirnir haft þau áhrif að einhverjir hættu við Íslandsferð eða gerðu breytingar á henni, en á móti hefur þetta staðsett okkur í dagskrá gesta sem ætla sér að heimsækja landið. Við erum ekki lengur afgangsstærð í plönum gesta, heldur miklu frekar orðinn áfangastaður sem þau verða að heimsækja. Þessari þróun getur tekið áfangastaði tugi ára að ná en hér tókst það á 3-5 árum.“ Rætt verður við fulltrúa nokkurra þessara sjö fyrirtækja í grein sem birtist hér á Vísi seinna í dag. Umfjöllun um Framúrskarandi fyrirtæki er unnin í samstarfi við Creditinfo.
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Sýn Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skilmálar ógiltir að hluta en bankinn sýknaður að öðru leyti Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira