Íslenskur Pútínismi Diana Burkot og Nadya Tolokonnikova skrifa 13. október 2025 20:00 Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Rússland Vladimír Pútín Hælisleitendur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar