Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar 13. október 2025 21:01 Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun