Sport

Littler hrósar konunni sem vann hann: „Því­líkt hæfileikabúnt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Beau Greaves vann síðustu tvo leggina gegn Luke Littler og tryggði sér þar með sigur í viðureigninni og sæti í úrslitaleik HM ungmenna.
Beau Greaves vann síðustu tvo leggina gegn Luke Littler og tryggði sér þar með sigur í viðureigninni og sæti í úrslitaleik HM ungmenna. getty/Ben Roberts

Luke Littler, heimsmeistarinn í pílukasti, hrósaði Beau Graves í hástert eftir að hún sigraði hann, 6-5, í undanúrslitum HM ungmenna í gær.

Littler vann World Grand Prix á sunnudagskvöldið og var svo mættur á HM ungmenna daginn eftir.

Þar keppti hann meðal annars við Alexander Veigar Þorvaldsson frá Grindavík. Leikur þeirra í riðlakeppninni fór 5-2 fyrir Littler.

Flestir töldu að Littler myndi eiga nokkuð greiða leið í úrslit HM ungmenna enda heimsmeistari fullorðinna og í 2. sæti á heimslistanum. En Graves var ekki á þeim buxunum og vann Littler í undanúrslitunum, 6-5.

Ekki er þó hægt að segja annað en að Littler hafi spilað nokkuð vel því hann var með 107,40 í meðaltal í viðureigninni, gegn 105,02 hjá Graves.

„Ég var með tvo tíu pílna leiki, klikkaði á þreföldum tólf til að ná níu pílna leik en gat samt ekki unnið,“ skrifaði Littler á Instagram í gær.

„Vel spilað hjá Beau Graves og gangi henni sem allra best í Minehead. Þvílíkt hæfileikabúnt.“

Hin 21 árs Graves mætir ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik HM ungmenna 23. nóvember. Hann fer fram fyrir úrslitaleik Players- meistaramótsins sama dag og verður sýndur beint í sjónvarpi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×